Fréttir

Spenna í skráningu

Nærri lá að örtröð skapaðist framan við afgreiðsluborðið hjá Björgu í morgun. Allir vildu komast sem fyrst að til að skrá sig í þann áfanga í miðannarvikunni sem hugurinn stóð til. Á hálfri klukkustund fylltust þrír áfangar af sex. Vinsælasti áfanginn er í heilsufræði og blönduðum íþróttum sem Lísebet Hauksdóttir kennir.
Lesa meira

Miðannarvika – skráning

Nemendur skólans geta valið úr sex fjölbreyttum áföngum í miðannarvikunni, sem er næsta vika. Áfangar verða í heilsufræði og blönduðum íþróttum, í útiveru og björgun, í skyndihjálp og í leiknum Mincraft. Einnig er hægt að glöggva sig á fjölgreindakenningu Gardners eða taka þátt í listræna verkefninu Solar Parcel.
Lesa meira

Hjálparstarf í MTR

Nemendur í áfanganum ABC-skólahjálp hafa að undanförnu staðið fyrir ýmsum söfnunum til þess að hjálpa börnum í Úganda. Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að kaupa skólagögn og annan búnað sem nýtist börnunum í skólum þar. Nemendurnir stóðu fyrir söfnun fyrr í mánuðinum í Samkaup Úrval og Olís. Söfnunin stendur enn og söfnunarbaukar eru á báðum stöðum.
Lesa meira

Gullna hliðið

Hópur nemenda og nokkrir starfsmenn skólans skemmtu sér konunglega í leikhúsi á Akureyri í gærkvöldi. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson féll vel að smekk nemenda sem voru úr íslenskuáfanganum ÍSL3B og af starfsbraut. Fyrir sýningu naut hópurinn veitinga á pítsuhlaðborði Greifans.
Lesa meira

MTR-stúlkur í blaki

Nokkrar MTR-stúlkur hafa síðan um áramót æft blak á Siglufirði undir merkjum Ungmennafélagsins Glóa. Æfingarnar hófust að þeirra ósk en æft er einu sinni í viku undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur, blakþjálfara. Næsta mót hópsins verður Siglómótið en það fer fram laugardaginn 22.febrúar á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Lesa meira

Þróun fjölmiðla

Netnotendur hópast á Instagram og aðra vefi á flótta undan auglýsingum. Google og fleiri fyrirtæki eyða fúlgum fjár í að búa til einsleita hópa sem eru heppilegir fyrir auglýsendur. Þórarinn Stefánsson í Mobilitus sem var gestur í fjölmiðla áfanganum FÉL3F í morgun fullyrti að Google tapaði stórfé á þessari starfsemi.
Lesa meira

Virkur matarklúbbur

Ljúfar veitingar voru fram bornar á fundi Matarklúbbsins Trölla fyrir helgina. Andri Mar Flosason, formaður klúbbsins kom með rétt sem hann eldaði eftir eigin uppskrift, sem hann kallar „a la Andri“. Mikael Már Unnarsson kom með Betty Crokker-köku með súkkulaðibitum. Báðir réttirnir fengu góða dóma og runnu ljúflega niður.
Lesa meira

Hlýindi til vandræða!

Snjóleysi og hlýindi hafa raskað kennslu í áfanganum ÚTI2A. Þær fimm vikur sem liðnar eru af önninni hefur æfing á gönguskíðum fallið niður í þrjú skipti af fimm. Í dag er alls ekki færi, rigning og jörð ýmist auð eða með blautum svellum. Lísebet Hauksdóttir, kennari í útivist, ákvað því að fara með nemendurna í sund.
Lesa meira

Svæðisbundnir fjölmiðlar

Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri vikublaðs á Norðurlandi var gestur í fjölmiðlunaráfanganum FÉL3F í morgun. Þessi staðbundni miðill er að hefja fjórða árið sitt og hefur vakið athygli fyrir gagnrýna fréttamennsku. Þar liggur líka sóknarfæri blaðsins að mati ritstjórans sem segir að „Kínamúrar“ milli auglýsinga og ritstjórnarefnis hafi haldið. Auglýsendur geti ekki pantað viðtal við sig í blaðinu.
Lesa meira

RÚV í heimsókn

Kennsla í tölvuleikjafræði í MTR hefur vakið athygli og í gær kom Þórgunnur Oddsdóttir, fréttamaður í skólann ásamt Björgvin Kolbeinssyni, tæknimanni til að gera sjónvarpsfrétt um málið. RÚV-menn fóru í kennslustund hjá Tryggva Hrólfssyni í áfanganum „Tölvuleikir og leikjatölvur – saga þróun og fræði“ og tóku viðtöl við hann og nokkra nemendur.
Lesa meira