Fréttir

Áhugasamir gestir

Vinnutímafyrirkomulagið í skólanum, vikuleg verkefnaskil og samfellt leiðsagnarmat vöktu mesta athygli þriggja kennara frá Slóveníu sem hér hafa verið í viku til að kynna sér skólastarfið. Þetta myndu þær vilja taka upp í Ljutomer. Þar eru 700 nemendur og fimmtíu kennarar. Skipulagið er hefðbundið bekkjarkerfi, stundaskrár eru fastar í forminu og námsmat er próf.
Lesa meira

Kolmunnatilraun Norlandia

Norlandia í Ólafsfirði gerir tilraun til að þurrka kolmunna fyrir Asíumarkað. Hingað til hefur mestallur kolmunaafli Íslendinga farið í bræðslu. En fiskurinn er magur og verð fyrir mjölið lágt. Því er leitað leiða til að fá meira út úr hráefninu eins og Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá.
Lesa meira

Gestir í MTR

Oft hefur verið gestkvæmt hér í skólanum en fjöldinn náði hámarki í fimm heimsóknum á föstudag. Um fimmtíu kennarar úr Naustaskóla á Akureyri skoðuðu þá húsakynni, kynntu sér aðferðafræðina í skólanum, tölvunotkun, leiðsagnarmat og reynslu af nýju námsskránni. Kennurunum fannst námsframboðið hér spennandi. Eftir heimsóknina hélt hópurinn til Siglufjarðar og ætlaði að nýta síðari hluta starfsdagsins þar.
Lesa meira

Heimsókn á Hornbrekku

Nemendur á starfsbraut læra um atvinnulífið, réttindi og skyldur vinnandi fólks. Heimsókn á Dvalarheimilið Hornbrekku var liður í þessu námi. Nemendur skoðuðu húsakynni og hittu íbúa. Fjölbreytt hjálpartæki vöktu áhuga og létu sumir í ljós áhuga á að búa á Hornbrekku. Jafnvel töldu einhverjir koma til greina að flytja þangað strax.
Lesa meira

Lifandi dönskunám

Danskt smurbrauð er lostæti og list að búa það til. Í dönskuáfanga fá nemendur að spreyta sig á þessu og síðan að gæða sér á framleiðslunni. Myndband verður gert um æfingu sem fram fór í vikunni. Það útheimtir lestur, textagerð og munnlega frásögn á dönsku, segir kennarinn, Ida Semey.
Lesa meira

Daði í Promens

Áræðni, liðsandi og hugvit eru einkunnarorð Promens. Þrjátíu ár eru síðan Sæplast var stofnað á Dalvík, ekki síst til að efla atvinnu á staðnum, en nú er verksmiðjan ein af fjörutíu sem rekin er undir nafninu Promens. Áhersla er lögð á að móta sameiginlega framtíðarsýn og brúa bil milli starfsmanna af mörgum þjóðernum, sem hafa mismunandi siði og trúarskoðanir.
Lesa meira

Barna- og unglingaþjálfun

Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun fá að æfa sig á fimm ára nemendum í Leikskóla Fjallabyggðar. Kennslan fer fram í formi leikja, menntaskólakrakkarnir setja upp braut með leikjum sem reyna á alla krafta líkama leikskólanemanna. Íþróttakennarinn Lísa Hauksdóttir fylgist með af hliðarlínunni og skráir upplýsingar í tímunum sem fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Bæði yngri og eldri krökkunum þykja tímarnir sérlega skemmtilegir.
Lesa meira

DRAG – kennsla

Í áfanga um tölvuleiki og kvikmyndir eru tveir kennarar. Annar býr í Breiðholtinu í Reykjavík en hinn á Svalbarðseyri. Sá fyrrnefndi fjarkennir úr höfuðstaðnum og þarf því að holdgera hann. Það gerist með hjálp iPad, þrífótar og viðeigandi búnings. Síðast var Robo-Bjarki klæddur kjól eins og myndin sýnir og var hinn glæsilegasti.
Lesa meira

Sjávarnytjar í Ólafsfirði

Nemendur í Tröllaskagaáfanga hittu áhöfnina á fjölveiðiskipinu Þorleifi EA-88 frá Grímsey í vettvangsferð um hafnarmannvirkin í Ólafsfirði. Þorleifur var að leggja að til að landa. Aflinn var átta tonn af vænum þorski. Skipstjórinn sagði að meðalþyngdin væri um átta kíló. Einnig hafði veiðst svolítið af karfa og makríl.
Lesa meira

Jarðfræðiferð í Mývatnssveit

Hverfjall (Hverfell), Grjótagjá og gervigígarnir hjá Skútustöðum voru meðal staða sem nemendur í jarðfræði skoðuðu í Mývatnssveit í gær. Náttúrufyrirbærin vöktu áhuga nemenda og þeim fannst ferðin fróðleg og spennandi. Á myndinni er hópurinn við lokunarskilti á vegarslóða sem liggur inn á hálendið sunnan við bæinn Grænavatn. Ástæða lokunarinnar er eldgosið í Holuhrauni.
Lesa meira