Umsjón

Allir nemendur skólans hafa umsjónarkennara.

Hlutverk umsjónarkennara er m.a.:

  • Að fylgjast með ástundun og mætingum nemenda og ræða við nemendur ef þörf er á.
  • Að beina nemendum til námsráðgjafa ef þörf er á.
  • Að aðstoða nemendur við að gera námsferilsáætlun og vera nemendum til ráðgjafar um ýmis mál er varða námsframvindu.
  • Að aðstoða nemendur við val. Valtímabil er um það bil ein vika á önn og kennarinn skilar af sér vali allra umsjónarnemenda sinna áður en því lýkur.
  • Að vera talsmaður umsjónarnemenda sinna þegar við á.



Foreldrar/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að ýtarlegum upplýsingum í gegnum upplýsingakerfi Innu sem aðgengilegt er af vef skólans, www.mtr.is.

Viðtalstíma umsjónarkennara má sjá HÉR