Við móttökuborð skólans situr Björg Traustadóttir (bjorg@mtr.is) sem einnig sér líka um bókasafn og ræstingu innanhúss. Á skrifstofunni starfar einnig Gísli Kristinsson (gisli@mtr.is) við tölvu- og tækniumsjón sem veitir upplýsingar og aðstoðar nemendur við það snýr að tæknimálum auk þess að sinna húsvörslu.
Náms- og starfsráðgjafi er Hólmar Hákon Óðinsson (holmar@mtr.is) sem er með fasta viðveru á mán-miðvikudögum frá kl. 8:00-16:00. Hans skrifstofa er á Kvíabekk sem er innst í kennslu álmu skólans. Hann liðsinnir nemendum um nám og námsval, aðstoð í námi og námstækni auk þess að aðstoða nemendur varðandi líðan og félagslega þætti. Nemendur hafa aðgang að Heilbrigðisstofnuninni í Fjallabyggð á opnunartíma (hún er staðsett sunnan við knattspyrnuvöllinn). Skólahjúkrunarfræðingur kemur einu sinni í viku. Ekki þarf að panta viðtal og er þjónustan ókeypis.