Áfangaval

Námsval er á sama tíma fyrir fjar- og staðnema. Þegar talað er um nemendur er átt við báða hópa enda eru þeir saman í námshópum og áföngum og gerir skólinn lítinn greinarmun á þeim enda hafa báðir hópar stundatöflu og aðgang að sömu þjónustu. Eini munurinn er sá að fjarnemar hafa ekki mætingarskyldu. 
Innritunardagar í framhaldsskóla eru ákveðnir af Menntamálaráðuneyti miðlægt fyrir alla skóla og sjá má nákvæmar dagsetningar hverju sinni á Menntagátt en tímabilin eru eftirfarandi:

Námsval skráðra nemenda
október - komandi vorönn
mars - komandi haustönn

Velji nemandi ekki nám fyrir næstu önn er talið að hann ætli sér ekki að koma í skólann og er hann tekin út af nemendaskrá.

Skráning nýnema
nóvember - komandi vorönn
apríl - komandi haustönn 

Áfangaframboð

Padlet-veggur auglýsingar fyrir áfanga