Algengar spurningar

Hvar sé ég í hvaða áföngum ég er?
Svar: Þú sérð áfangana þína í Innu undir Námið > Námsferill - annir eða Námið > Námsferill - braut.

Hvenær byrjar skólinn?
Svar: Þú finnur skóladagatalið inni á mtr.is undir Skólinn > Skóladagatal  [ártal]. Grænir dagar eru kennsludagar.

Hvaða áfangar eru í boði á næstu önn?
Svar: Áætlun fyrir áfangaframboð næstu anna má sjá hér Endanlegt námsframboð annar verður ekki ljóst fyrr en í upphafi valviku á hverri önn.

Hvar sé ég námsgagnalista?
Svar: Ef önnin er ekki byrjuð ferð þú inn í áfangana þína á Innu og þar undir sérðu bókalista. Ef það er ekkert skráð þar, þá eru ekki notaðar bækur í áfanganum.

Hvaða áfanga þarf ég að taka til að ljúka stúdentsprófi? 
Svar: Stúdentspróf er 200 einingar og fer eftir námsbrautum hvaða áfanga (einingar) nemandi þarf að taka til að ljúka prófi. Skólinn metur fyrra nám sem nýtast til að ljúka stúdentsprófi. Hafa þarf í huga að námsbrautir eru mismunandi milli skóla og því nýtist nám úr öðrum skóla misjafnlega vel. Ekki er nóg að ljúka einhverjum 200 einingum, hver áfangi er á ákveðnu þrepi og hlutfall eininga að vera rétt milli þrepa.

Er hægt að sjá hvað ég er búin/n með?
Svar til núverandi nemenda: Leiðbeiningar eru á myndbandinu hér Að skoða og skilja námsferilinn sinn í Innu er útskýrt hvernig lesa á úr námsferlinum sínum á Innu.
Svar til nemenda sem eru að hugsa um að sækja um: Nei, því við sjáum ekki hvað þú ert búin/n með þar sem þú ert ekki skráður nemandi í MTR. Við metum þitt fyrra nám ekki fyrr en skólavist hefur verið samþykkt.

Hvenær opnar fyrir umsóknir í fjarnámið?
Svar: Það er opnað fyrir umsóknir á vorönn 1. nóvember og fyrir haustönn 1. apríl.

Get ég fengið frest á verkefnaskilum?
Svar: Reglur um verkefnaskil eru hér farið er nákvæmlega eftir þeim.