- Ætlast er til að nemendur sýni góða umgengni í skólanum og á lóð hans.
- Nemendur gangi ekki á útiskóm innandyra. Í anddyri eru skóhillur og hægt er að leigja læstan skáp yfir önnina.
- Nemendur gæti þess vandlega að trufla ekki vinnufrið í skólanum, td. með hávaða úr farsímum eða tölvum.
- Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið.
- Matar og drykkjar má neyta í anddyri og á vesturgangi en ekki í kennslustofum.
- Auglýsingar varðandi skólahald og félagslíf nemenda eru leyfðar á veggjum skólans.
- Utanaðkomandi sem vilja auglýsa innan veggja skólans eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans.
- Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða öðrum eigum hans ber þeim að bæta að fullu.
- Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum og á samkomum og ferðalögum á vegum hans.
- Reykingar og önnur tóbaksnotkun er bönnuð í skólanum og á lóð hans.
Ítrekuð eða alvarleg brot á reglum þessum geta leitt til brottvísunar og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.
(Útg. 20.08.2011)