Óveðursdagar

Skilgreining: Dagur er skilgreindur sem „óveðursdagur“ ef skólaakstur fellur niður vegna veðurs eða færðar,  bæði frá Dalvík og Siglufirði . 

Þar sem rútur taka á sig meiri vind en einkabifreiðar er mögulegt að einhverjir gætu ekið í einhverjum tilfellum og þar sem margir nemendur skólans eru nýir bílstjórar var ákveðið að skapa þeim ekki óvissu á óveðursdögum. 

Skólahald byrjar ekki síðar á óveðursdegi þó aðstæður batni. Margir eiga um langan veg að fara og erfitt að ná til allra, starfsmanna og nemenda um hvenær bifreiðar færu. 

Hér er farið yfir hvað gerist í námi og kennslu á óveðursdegi:

  • Nemendur eru velkomnir í skólahúsnæðið, þar er opið
    Þeir geta ekki gert ráð fyrir kennslu samkvæmt stundaskrá.

  • Verkefnaskil vikunnar eru óbreytt
    Nemendur stunda nám sitt og kennarar sinna kennslu með þeim verkfærum sem þeir búa yfir.

  • Kennarar eru til taks
    Nemendur sjá í Moodle hvernig kennarar haga kennslu sinni á óveðursdegi. Þurfi nemendur á leiðsögn kennara að halda ber þeim að sýna frumkvæði og hafa samband við kennara á netinu til að fá aðstoð við viðfangsefni sín.

Hafi nemendur eða forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára athugasemdir við ofangreint eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólameistara.

 

 

Uppfært 11.  febrúar 2020