Gestir úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla mynd GK
Oft hefur verið gestkvæmt hér í skólanum en fjöldinn náði hámarki í fimm heimsóknum á föstudag. Um fimmtíu kennarar úr Naustaskóla á Akureyri skoðuðu þá húsakynni, kynntu sér aðferðafræðina í skólanum, tölvunotkun, leiðsagnarmat og reynslu af nýju námsskránni. Kennurunum fannst námsframboðið hér spennandi. Eftir heimsóknina hélt hópurinn til Siglufjarðar og ætlaði að nýta síðari hluta starfsdagsins þar.
Oft hefur verið gestkvæmt hér í skólanum en fjöldinn náði hámarki í fimm heimsóknum á föstudag. Um fimmtíu
kennarar úr Naustaskóla á Akureyri skoðuðu þá húsakynni, kynntu sér aðferðafræðina í skólanum,
tölvunotkun, leiðsagnarmat og reynslu af nýju námsskránni. Kennurunum fannst námsframboðið hér spennandi. Eftir heimsóknina hélt
hópurinn til Siglufjarðar og ætlaði að nýta síðari hluta starfsdagsins þar.
Á föstudag komu einnig í heimsókn kennarar starfsbrautar við Framhaldsskólann á Húsavík. Þessir kennarar óskuðu
sérstaklega eftir því að heimsækja MTR á meðan aðrir kennarar skólans fóru í annan framhaldsskóla. Gestirnir kynntu sér
viðfangsefni nemenda á starfsbraut hér. Þeir höfðu orð á því hve búnaður væri góður og hve greiðan aðgang
starfsbrautarnemar ættu að áföngum á öðrum brautum skólans.
Stjórnendur úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla bar líka að garði á föstudag. Sá skóli er að taka upp
nýju námsskrána og vildu stjórnendurnir kynna sér hvernig gengið hefði að vinna eftir henni hér en það hefur verið gert frá
upphafi. Þar að auki kom Ásdís Ármannsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Skemu hingað á föstudag. Skólinn
hefur verið í samstarfi við fyrirtækið um kennslu í leikjaforritun og var tilgangur heimsóknarinnar meta samstarfið og ræða framtíð
þess. Ótalin er þá heimsókn þriggja kennara frá Slóveníu sem hér dvelja í nokkra daga og nánar verður greint
frá síðar.