Fréttir

Tröllaskagablaðið

Starfsbrautarnemar tóku þátt í hraðamælingum með lögreglunni á Dalvík í miðannarvikunni. Þetta kemur fram í Tröllaskagablaðinu sem nemendurnir hafa skrifað um miðannarvikuna. Í blaðinu eru viðtöl við nokkra nemendur og einnig við kennara sem leiðbeindu nemendum við fjölbreytt verkefni í vikunni. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Myndband – tími í myndlist

Hvernig nálgast listamenn tímann? Hvernig birtist tíminn í listaverkum? Þessar spurningar glímdu nemendur við í miðannarvikunni. Í áfanganum var lögð áhersla á ólíkar nálganir listamanna og hvernig tíminn sýnir sig í listaverki - sem efniviður, vandamál, þema eða innblástur.
Lesa meira

Galdur loftlykkjunnar

Margir nemendur völdu að læra undirstöðuatriðin í hekli í miðannarvikunni. Þar koma við sögu fyrirbæri eins og loftlykkjur, fastalykkjur, keðjulykkjur, stuðlar og tvöfaldir stuðlar. Þar sem flestir voru byrjendur þurftu þeir líka að læra að snúa við og hekla í hring. Þá er mikilvægt að geta lesið úr munstrum og uppskriftum í þar til gerðum leiðbeiningum.
Lesa meira

Nemendur á tímaferðalagi

Hugmyndgleði einkenndi fjölbreytt verk nemenda í myndlistaráfanga í miðannarvikunni. Nemendur unnu út frá hugtakinu tími og birtust ýmis skemmtileg og ólík verk við þessa vinnu, allt frá vídeóverki, gjörning, skúlptúr og málverkum. Kennari var Bergþór Morthens, kennari við skólann. Bergþór er í námsleyfi eins og er en kom sérstaklega heim til að kenna nemendum þennan áfanga. Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar á sýningu á verkum nemenda í úrgangslistinni í lok miðannarviku.
Lesa meira

Íþróttir og útivist í miðannarviku

Í miðannarviku í ár fá nemendur nasasjón af fjölmörgum íþróttagreinum. Á mánudag fór hópurinn í júdó í Draupni á Akureyri og það var enginn annar en Jón Óðinn Waage (Ódi) sem tók á móti hópnum og sýndi grunnatriðin í íþróttinni. Eftir hádegi var Fimleikafélag Akureyrar sótt heim og fengu nemendur að leika lausum hala í hinu stórglæsilega fimleikahúsi Akureyringa.
Lesa meira

Ljósvakamiðlar heimsóttir

Starfsbrautarnemendur heimsóttu ljósavakamiðlana á Akureyri í vettvangsferð í gær. Þeir kynntu sér fyrst starfsemi Ríkisútvarpsins og skoðuðu húsnæði fjölmiðilsins, sem þeim þótti ekki láta mikið yfir sér. En athyglisvert þótti nemendum að fylgjast með þegar verið var að klippa efni í sjónvarpsþáttinn Landann og einnig þegar starfsmenn voru að raða fréttum í fréttatíma í útvarpinu.
Lesa meira

Vetrarútilega

Útilega í október krefst góðs búnaðar. Ella getur kuldi, vindur og úrkoma gert lífið nánast óbærilegt. Nemendur í fjallamennsku- og útivistaráföngum fengu að reyna þetta um helgina þegar þeir gengu í óbyggðum í Héðinsfirði og eyddu þar einni nótt. Tjaldað var í grennd við gamalt slysavarnarskýli og kom sér sannarlega vel að geta skriðið þar í skjól, snætt nestið og yljað sér á tánum.
Lesa meira

List í miðannarviku

Miðannarvikan hófst með trukki í dag þegar nemendur í myndlistarvali endurgerðu að ákveðnu leyti gamlan gjörning. Hann var sóttur var í greipar FLUXUS hreyfingarinnar sem var upp á sitt besta í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Áhrifa þessarar stefnu gætir enn í listum nútímans og fengu nemendur smá nasasjón af því er þeir endurgerðu tónlistargjörning með verulega óvenjulegum hljóðfærum. Vatni var hellt úr mismunadi ílátum í önnur ílát úr nokkurri hæð og skapaði bunan milli íláta tónlistina. Gjörningurinn stóð þar til vatnið kláraðist. Leiðbeinandi í sköpuninni var Bergþór Morthens, myndlistarmaður.
Lesa meira

Fjallamennska í Hestsskarði

Þótt sumarið væri hlýtt eru enn vænir skaflar í Hestsskarði, á gömlu gönguleiðinni milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Nemendur og kennarar í fjallamennsku voru þar á ferð um síðustu helgi og upplifðu óvenjulega stund í skarðinu þegar nýsnævi gusaðist yfir þá af sköflunum eins og kókoskurl. Rúnar Gunnarsson segir að þetta hafi verið afar sérstakt. Hestsskarð er í um 600 metra hæð og fékk hópurinn þar bjart og fallegt veður eins og myndirnar bera með sér.
Lesa meira

Vertu sjóræningi – í eigin lífi!

Stundum þarf kjark og hugrekki til að taka stjórnina í eigin lífi. Fólk leggur upp í lífssiglinguna með ólíka hæfileika og ólík markmið en flestir eiga sér draum um hamingjuríkt líf. Gott getur verið að haga sér eins og sjóræningi ... og leita að fjársjóðum í eigin lífi. Þetta sögðu Ida Semey og Vera Sólveig Ólafsdóttir á geðræktarsamkomu skólans í Tjarnarborg í dag.
Lesa meira