List í miðannarviku

Miðannarvikan hófst með trukki í dag þegar nemendur í myndlistarvali endurgerðu að ákveðnu leyti gamlan gjörning. Hann var sóttur var í greipar FLUXUS hreyfingarinnar sem var upp á sitt besta í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Áhrifa þessarar stefnu gætir enn í listum nútímans og fengu nemendur smá nasasjón af því er þeir endurgerðu tónlistargjörning með verulega óvenjulegum hljóðfærum. Vatni var hellt úr mismunadi ílátum í önnur ílát úr nokkurri hæð og skapaði bunan milli íláta tónlistina. Gjörningurinn stóð þar til vatnið kláraðist. Leiðbeinandi í sköpuninni var Bergþór Morthens, myndlistarmaður.

Miðannarvikan hófst með trukki í dag þegar nemendur í myndlistarvali endurgerðu að ákveðnu leyti gamlan gjörning. Hann var sóttur var í greipar FLUXUS hreyfingarinnar sem var upp á sitt besta í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Áhrifa þessarar stefnu gætir enn í listum nútímans og fengu nemendur smá nasasjón af því er þeir endurgerðu tónlistargjörning með verulega óvenjulegum hljóðfærum.

Vatni var hellt úr mismunadi ílátum í önnur ílát úr nokkurri hæð og skapaði bunan milli íláta tónlistina. Gjörningurinn stóð þar til vatnið kláraðist. Leiðbeinandi í sköpuninni var Bergþór Morthens, myndlistarmaður. Myndir