Galdur loftlykkjunnar

Heiðdís og Sólrún mynd GK
Heiðdís og Sólrún mynd GK
Margir nemendur völdu að læra undirstöðuatriðin í hekli í miðannarvikunni. Þar koma við sögu fyrirbæri eins og loftlykkjur, fastalykkjur, keðjulykkjur, stuðlar og tvöfaldir stuðlar. Þar sem flestir voru byrjendur þurftu þeir líka að læra að snúa við og hekla í hring. Þá er mikilvægt að geta lesið úr munstrum og uppskriftum í þar til gerðum leiðbeiningum.

Margir nemendur völdu að læra undirstöðuatriðin í hekli í miðannarvikunni. Þar koma við sögu fyrirbæri eins og loftlykkjur, fastalykkjur, keðjulykkjur, stuðlar og tvöfaldir stuðlar. Þar sem flestir voru byrjendur þurftu þeir líka að læra að snúa við og hekla í hring. Þá er mikilvægt að geta lesið úr munstrum og uppskriftum í þar til gerðum leiðbeiningum.

Allir gerðu prufur með undirstöðuatriðunum og ömmudúllu. Síðan völdu nemendur sér einkaverkefni og hekluðu meðal annars blóm, slaufu, teppi, trefla, pottaleppa, inniskó og smekk. Tveir nemendur ákváðu að gleðja kennarann sinn í félagsgreinum sérstaklega og færðu honum heklað bikini að gjöf í lok námskeiðsins. Leiðbeinandi í heklinu var Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, lýðheilsufræðingur og kennari. Myndir: