Lögregluheimsókn
Starfsbrautarnemar tóku þátt í hraðamælingum með lögreglunni á Dalvík í miðannarvikunni. Þetta kemur fram í Tröllaskagablaðinu sem nemendurnir hafa skrifað um miðannarvikuna. Í blaðinu eru viðtöl við nokkra nemendur og einnig við kennara sem leiðbeindu nemendum við fjölbreytt verkefni í vikunni. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
Starfsbrautarnemar tóku þátt í hraðamælingum með lögreglunni á Dalvík í miðannarvikunni. Þetta kemur fram í
Tröllaskagablaðinu sem nemendurnir hafa skrifað um miðannarvikuna. Í blaðinu eru viðtöl við nokkra nemendur og einnig við kennara sem leiðbeindu
nemendum við fjölbreytt verkefni í vikunni. Blaðið er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
Frásagnir eru í blaðinu af nokkrum vettvangsferðum starfsbrautarnema í miðannarvikunni. Eitt af því sem þeir fræddust um voru tamningar
hrossa og ólíkar gangtegundir íslenska hestsins. Það var Kristinn Ingi Valsson, betur þekktur undir nafninu Dandi, sem leiddi nemendur í allan sannleik um
töfra hestsins og hestamennskunnar. Í blaðinu er líka fjallað um íþróttir, meðal annars um íslenska karlalandsliðið í
fótbólta, NBA og Gunnar Nelson. Þá er sagt frá þungarokkurunum í Skálmöld og afþreyingu á Dalvík, Ólafsfirði
og Siglufirði. Slóð á blaðið: Myndir