Fjallamennska í Hestsskarði

Rúnar Gunnarsson mynd Gestur Hansson
Rúnar Gunnarsson mynd Gestur Hansson
Þótt sumarið væri hlýtt eru enn vænir skaflar í Hestsskarði, á gömlu gönguleiðinni milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Nemendur og kennarar í fjallamennsku voru þar á ferð um síðustu helgi og upplifðu óvenjulega stund í skarðinu þegar nýsnævi gusaðist yfir þá af sköflunum eins og kókoskurl. Rúnar Gunnarsson segir að þetta hafi verið afar sérstakt. Hestsskarð er í um 600 metra hæð og fékk hópurinn þar bjart og fallegt veður eins og myndirnar bera með sér.

Þótt sumarið væri hlýtt eru enn vænir skaflar í Hestsskarði, á gömlu gönguleiðinni milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Nemendur og kennarar í fjallamennsku voru þar á ferð um síðustu helgi og upplifðu óvenjulega stund í skarðinu þegar nýsnævi gusaðist yfir þá af sköflunum eins og kókoskurl. Rúnar Gunnarsson segir að þetta hafi verið afar sérstakt. Hestsskarð er í um 600 metra hæð og fékk hópurinn þar bjart og fallegt veður eins og myndirnar bera með sér.

Á morgun fara nemendur og kennarar í sama áfanga aftur í Héðinsfjörð en þá er áformað að ganga af bílastæðinu niður að Vík og gista þar í tjöldum eina nótt. Vík er Ólafsfjarðarmegin í Héðinsfirði, út við sjó. Þar er gamalt slysavarnarskýli sem hægt verður að leita skjóls í ef veður verður vont.

Sjá myndir úr ferðinni.