05.04.2014
Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og eru nemendur hvattir til að mæta vel. Þá fara kennarar yfir stöðuna með nemendum til að meta hver hún er. Í lok dags verður kennarafundur þar sem tekin verður ákvörðun um hvernig unnið verður úr töpuðum tíma. Samkvæmt samkomulagi í tengslum við kjarasamning má bæta við allt að 6 dögum við. Jafnvel meiru ef fjármunir eru til fyrir því. Þannig byggist ákvörðunin verulega á því hversu duglegir nemendur hafa verið við nám í verkfalli. Hvaða dagar teknir verða á því eftir að koma í ljós.
Hlökkum til að sjá ykkur öll fersk á mánudag!
Lesa meira
03.04.2014
Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram 5. apríl í Hofi á Akureyri. Keppandi skólans er Matthías Gunnarsson nemandi á Listabraut - skapandi tónlistarsviði.
Vegna verkfalls félagsmanna KÍ fer enginn starfsmaður skólans með og eru nemendur því á eigin ábyrgð fari þeir til Akureyrar.
Lesa meira
26.03.2014
Líf og fjör var í skólanum í dag þegar nemendur á starfsbraut mættu til náms. Á starfsbraut eru 12 nemendur og þeim fylgja 2 stuðningsfulltrúar ásamt kennara og nám stundað af kappi. Í dag voru nemendur að læra að gera upp gamla stóla og hlakka til útkomunnar. Kennslan er í höndum Agnesar Sigurjónsdóttur iðjuþjálfa.
Lesa meira
20.03.2014
Rútuferðir frá Siglufirði og Dalvík falla niður í dag föstudag vegna óveðurs.
Lesa meira
17.03.2014
Því miður tókst ekki að ljúka samningum framhaldsskóla áður en verkfall skall á, enginn getur sagt til um hversu lengi það varir og er nemendum og starfsmönnum bent á að fylgjast með framgangi mála í fjölmiðlum. Hluti kennara á starfsbraut fara ekki í verkfall og kennsla er í LIL3C05, TÓH, og TFR.
Mestu skiptir fyrir nemendur að vera virka í verkfallinu, læra eins og þau best geta til að reyna að tryggja að önnin fari ekki í súginn. Í Moodle á að vera kennsluáætlun í hverjum áfanga sem nemendur geta farið eftir. Hér á eftir eru frekari upplýsingar.
Lesa meira
14.03.2014
Margir nemendur hafa áhyggjur af því að verkfall kennara hafi slæm áhrif á nám þeirra. Sumir eru farnir að huga að vinnu og jafnvel búnir að ráða sig til vinnu ef til verkfalls kemur. Aðrir hafa hugsað sér að taka því rólega en reyna eftir bestu getu að nota tímann til lærdóms. Verkfallið hefst á mánudag ef samningar takast ekki áður.
Lesa meira
13.03.2014
Hópur MTR-nema í Comeníusarverkefni nýtur veðurblíðu á Spáni á meðan hríðarveður er hjá okkur. Krakkarnir eru í áfanganum Vatn og líf og verða á Spáni í viku ásamt kennara áfangans, Ingu Eiríksdóttur, stærðfræðikennara. Þau eru með nemendum frá Ítalíu og Þýskalandi, auk spænsku gestgjafanna.
Lesa meira
12.03.2014
Eitt verkefnanna í áfanga um jákvæða sálfræði felur í sér að kynna lög sem nemendur nota til að koma sér í gott skap. Elsta lagið sem kynnt var í kennslustund í gær er frá 1968 en einnig voru spiluð ný og nýleg lög svo sem Bastille með Durban Skies.
Lesa meira
10.03.2014
Hópur nemenda MTR á leið til Valencia á Spáni rakst á bardagakappann Gunnar Nelson í millilendingu á Gatwickflugvelli í gær. Krakkarnir kannast við Gunnar því hann er dóttursonur Gunnars og Svanfríðar í Hlíð í Ólafsfirði. Hann var einn á heimleið með bakpokann eftir sigurinn á Rússanum Omar Akhmedov í UFC í Lundúnum.
Lesa meira
06.03.2014
Nú er búið að setja á vefinn frekari upplýsingar fyrir fjarnema skólans. Fjarnemar eru nú um fjórðungur nemenda og stunda nám samhliða staðnemendum. Í fjarnámi eru nemendur úr grunnskóla, nemendur að bæta við sig námsgreinum en eru í staðnámi í öðrum framhaldsskóla, nemendur sem eru að taka námið til stúdentsprófs og nemendur sem nú þegar hafa lokið stúdentsprófi en vilja bæta við sig ákveðnum fögum eða námsgreinum.
Lesa meira