02.09.2014
Ramminn selur tvö skip, Mánaberg og Sigurbjörgu og lætur smíða eitt nýtt í staðinn. Með þessu næst betri nýting á sjávarfanginu og orka sparast. Launagreiðslur hækka lítillega en sjómönnum fækkar ekki, ef frá eru taldir yfirmenn. Þetta sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans nemendum í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira
01.09.2014
Stæði eru til að leggja í bílum. En þau má líka nota sem viðfangsefni í stærðfræði. Átta strákar á starfsbraut hafa æft sig í samlagningu, margföldun og fleiri aðgerðum með því að mæla einstök bílastæði við skólann, telja og reikna út flatarmál. Æfingunni lauk síðan með því að fara út með málband og sannreyna niðurstöður útreikninganna.
Lesa meira
28.08.2014
Í upphafi annar er ekki bara nauðsynlegt að skipuleggja námið, líka þarf að hyggja að félagslífinu. Helstu forystumenn þess á síðasta skólaári útskrifuðust í vor og því er tækifæri fyrir aðra að spreyta sig. Elsa Hrönn Auðunsdóttir, átján ára nýnemi frá Siglufirði hefur þegar gefið kost á sér í embætti formanns skólafélagsins.
Lesa meira
27.08.2014
Nemendur reyndu í dag í fyrsta sinn ný áhöld sem skólinn hefur eignast til iðkunar frjálsra íþrótta. Þetta eru spjót, kúlur, kringlur og startblokkir. Frjálsíþróttaakademía tók til starfa á síðasta skólaári og á þessu ári verður starfið aukið. Þórarinn Hannesson, íþróttakennari leiðir þetta starf.
Lesa meira
26.08.2014
Vélfag framleiðir fiskvinnsluvélar, - hausara, flökunarvélar, roðvélar og nú er verið að búa til vél sem gerir mögulegt að nýta dálkinn betur. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að þetta væri heitast í dag að nýta hluta fisksins sem eitt sinn var hent. Velgengni Vélfags byggist á góðu samstarfi við sjómenn og aðra sem þekkingu hafa á vinnslu og veiðum.
Lesa meira
22.08.2014
Fimmta starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið. Lára Stefánsdóttir, skólameistari setti skólann í Tjarnarborg í morgun. Hún hvatti nemendur til að finna fjársjóðinn í sjálfum sér og muna að þeir væru að mennta sig í eigin þágu til að geta átt gott og gæfuríkt líf.
Lesa meira
21.08.2014
Siglufjörður Ólafsfjörður
Skólarútan fer frá Siglufirði föstudaginn 22. ágúst kl. 8:00 og 12:30 og frá Ólafsfirði er farið kl. 13:00 og kl. 15:45. Hægt er að skoða áætlanir vetrarins hér
Lesa meira
18.08.2014
Skólasetning verður í Tjarnarborg kl. 8:30 föstudaginn 22. ágúst. Strax á eftir er fundur nemenda með umsjónarkennurum sínum og síðan hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Við hlökkum til að hitta eldri nemendur og kynnast nýjum!
Lesa meira
05.08.2014
Atli Tómasson stúdent 2013 hefur tekið þátt í tveimur myndlistarsýningum í sumar. Önnur var samsýning listamanna í Fjallabyggð og listamanna í Listhúsi í Fjallabyggð í Tjarnarborg. Hin var einkasýning hans í Bláa húsinu á Siglufirði. Atli er nú nemandi í fagurlistum við Myndlistarskólann á Akureyri og mikilvirkur í listiðkun sinni. Við gömlu kennararnir hans fylgjumst stolt með honum feta listabrautina.
Lesa meira
19.06.2014
Nú eru starfsmenn komnir í sumarleyfi. Skólinn opnar aftur 5. ágúst. Ef nauðsyn krefur er hægt að senda póst á mtr@mtr.is eða hringja í skólameistara Láru Stefánsdóttur í síma 896-3357.
Lesa meira