Fréttir

Bjarnargilsferð

Sex krakkar í vetrarfjallamennskuáfanganum ÚTI3A dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um síðustu helgi. Þau æfðu sig í ísklifri, klettaklifri, sigi og lærðu að nota ísexi til að stöðva sig í bratta. Einnig lærðu þau að ganga í öryggislínu. Leiðbeinandi í fjallamennskunni var Rúnar Gunnarsson en kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir.
Lesa meira

Sýndarveruleiki

Oculus Rift er nýtt sýndarveruleikatæki sem er sérstaklega hannað með tölvuleikjaspilun í huga. Tækið er fest á höfuð spilarans þannig að skjárinn er það eina sem hann sér. Auk þess hreyfist sjónsviðið í samræmi við hreyfingar þess sem spilar og gerir honum þannig kleift að sökkva sér enn frekar inn í veruleika tölvuleiksins.
Lesa meira

MTR gott veganesti.

Óformleg könnun bendir til að þeir sem útskrifast hafa frá MTR séu ánægðir með námið og telji að það nýtist vel. Námsfyrirkomulag, fjölbreytni og persónuleg samskipti þóttu kostir við skólann en gallar meðal annars að hægt væri að komast í gegn á ódýran hátt og félagslíf væri lítið. Haft var samband við fimm einstaklinga, tveir eru í háskólanámi, tveir ætla í nám en einn er óákveðinn.
Lesa meira

Lan-kvöld

Fyrsta Lan-kvöld annarinnar hefst klukkan 20 í kvöld og stendur fram eftir nóttu. Heiðar Karl Rögnvaldsson, formaður Tölvuklúbbs segir að keppt verði í Mortal Kombat og Counter Strike. Keppnin í Mortal Kombat er útsláttarkeppni en í Counter Strike geti allir keppt við alla en einnig sé hægt að skipuleggja keppni milli liða. Einnig verður frjáls tími.
Lesa meira

Frétt vikunnar

Aníta Sara Sigurðardóttir valdi frétt vikunnar og gerði grein fyrir henni í FÉL2B í gær. Áfanginn er um stjórnmálafræði og þar er gert ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál. Aníta Sara fjallaði um ummæli Björns Braga íþróttafréttamanns RÚV þar sem hann líkti íslenska landsliðinu við þýska nasista.
Lesa meira

MTR í Gettu betur

Um helgina tók skólinn þátt í hinni árlegu spurningakeppni Gettur betur sem Ríkisútvarpið stendur fyrir. Fulltrúar skólans voru Aron Óli Árnason, Júlíus Blómkvist Friðriksson og Úlfar Alexander Úlfarsson. Lið MTR tapaði fyrir liði MA með 6 stigum gegn 27. Júlíus segir keppnina hafa verið mjög skemmtilega. „Þó hefði getað farið betur ef smá undirbúningur hefði farið fram áður“, segir hann hlæjandi.
Lesa meira

Bandý í Fjallabyggð

Hafin er tilraun til að endurvekja bandýíþróttina sem eitt sinn var vinsæl í Ólafsfirði. Haldin voru bandýmót þar sem fyrirtæki kepptu. Þetta gekk í tíu ár og mikil stemmning var í kringum mótin. Það var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari sem átti hugmyndina að því að endurreisa bandýið í Fjallabyggð. Fyrsta æfingin var haldin í gær og þar voru myndirnar teknar sem fylgja fréttinni.
Lesa meira

Jákvæð kynning

Í áfanganum Jákvæðri sálfræði, SÁL3A, er meðal verkefna að segja sögur af sjálfum sér þar sem nemendur eru stoltir af framgöngu sinni. Nokkrir nemendur luku verkefninu í gær og voru sögurnar fjölbreyttar og áhugaverðar. Þær fjölluðu til dæmis um aðstoð við fólk sem hafði lent í slysi eða verið byrlað eitur og einnig um hvernig sögumenn náðu bílprófi og Íslandsmeistatitli í golfi.
Lesa meira

Helgarnámskeið kennara

Flestir kennarar skólans sátu á námskeiði fram á kvöld á föstudag og allan laugardaginn og kynntu sér leikjaforritun. Fyrirtækið Skema sá um námskeiðið en kennarar voru Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Helena Sigurðardóttir og Arnór Gjúki Jónsson. Arnór er aðeins þrettán ára en hafði samt einu sinni áður kennt kennurum á námskeiði á vegum Skemu.
Lesa meira

Tölvuleikjafræði

Meðal nýbreytni á önninni sem er að hefjast er áfanginn Tölvuleikir og leikjatölvur – saga þróun og fræði. Námið á að efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun og hæfni til samvinnu auk þess að gefa innsýn í tölvuleiki, þróun þeirra og hlutverk. Fimmtán strákar eru skráðir en athygli stúlkna er vakin á því að enn er hægt að skrá sig og nærveru stelpna er eindregið óskað í þessum áfanga. Kennarar eru Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson.
Lesa meira