Fréttir

Lífsleikni – taktu stjórnina

Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að fjalla um sjálfsmynd, framkomu og hvernig við tökum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Siðaklemmur verða á dagskrá og greining eigin áhugamála. Karitas Skarphéðinsdóttir Neff leiðbeinir þessum hópi sem auk annars fjallar um mannréttindi, jafnrétti og samkynhneigð.
Lesa meira

Úrgangslist

Hugmynd/Concept: Norðurljósin Pæling: Okkur fannt það merkilegt að fólk hundsar Norðurljósin og gleymir fegurð þeirra mjög oft. Noðurljósin eru mikið náttúrufyrirbrigði sem við hér á Tröllaskaga njótum í ríku mæli. Líkt og ruslið á götunni sem fær álíka litla athygli og ljósadýrðin á himninum. Því fannst okkur tilvalið að mynda norðurljósin úr umbúðum sem fólk veitir ekki athygli.
Lesa meira

MTR vekur athygli fyrir nýsköpun

Menntaskólinn á Tröllaskaga var fyrsti framhaldsskóli landsins til að taka upp skylduáfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Það er Tröllaskagaáfangi. Einn annar skóli, Verzlunarskóli Íslands, hefur nú gert slíkt námskeið að skyldu fyrir alla nemendur. Þetta kemur fram í nýrri skýslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í framhaldsskólum.
Lesa meira

Minnsta drykkjan í MTR

Nemendur MTR eru sjaldnar ölvaðir en nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Í könnun sem gerð var snemma á árinu sögðust tuttugu og fimm prósent nemenda hafa orðið ölvuð síðustu þrjátíu daga. Í flestum framhaldsskólum var hlutfallið 30-50% en í sex skólum var það á bilinu 50-78%. Svarendur voru 16-19 ára.
Lesa meira

Skólafundur

Nemendur tóku virkan og góðan þátt í fyrsta skólafundi MTR, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari flutti framsögu um menntastefnu skólans en eftir það fjölluðu nemendur um námskrá einstakra brauta í hópum undir stjórn kennara. Sjötíu og tveir nemendur tóku þátt í því.
Lesa meira

Miðannarvika

Vikuna 14. - 18. október er miðannarvika í skólanum og nemendur velja sér smiðju/námskeið til að taka þátt í. Hvert námskeið gefur 2 einingar Nemendur þurfa að velja sér námskeið 7. – 8. október og þar sem ekki er ótakmarkað pláss í öll námskeið er best að drífa skráninguna af, fyrstir koma, fyrstir fá!! Það er skyldumæting þessa viku fyrir alla nemendur. Þeim nemendum sem ekki velja sér námskeið sjálfir verður raðað í námskeið eftir því hvar er laust.
Lesa meira

Ungir bjartsýnir bændur

Hressandi andblær fylgdi gestunum í Tröllaskagaáfanga í dag. Jóna Björg Hlöðversdóttir býr á Björgum í Köldukinn með fjölskyldu sinni og Þórir Níelsson tók við búi á Torfum í Eyjafjarðarsveit fyrir tveimur dögum. Þau eru í stjórn Samtaka ungra bænda en í þeim er fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði.
Lesa meira

Foreldrafélag MTR

Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans á Tröllaskaga verður haldinn 8. október klukkan 18:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og kjör nýrra stjórnarmanna í stað þeirra sem lokið hafa störfum. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti vel á fundinn. Í fundarhléi verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti Bjargar Traustadóttur.
Lesa meira

Comeníusarheimsókn lokið

Samstarfsfólk okkar í Comeníusarverkefninu um vatn hélt heim á leið um helgina eftir vel heppnaða viku í Ólafsfirði. Anna Lena Victorsdóttir segir að gestirnir hafi verið áhugasamir, tekið myndir og spurt margs. Hún var í hópi þeirra nemenda MTR sem eyddu miklum tíma með gestunum og segir að það hafi verið gaman að kynnast þeim.
Lesa meira

Sögusetur Bakkabræðra

Ákveðið hefur verið að Sögusetur Bakkabræðra verði opnað á Dalvík næsta vor. Kristín Aðalheiður Símonardóttir sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að sex ár yrðu þá frá því að hún byrjaði að vinna með hugmyndina. Áfangi á leiðinni var að opna kaffihús með nafni þeirra bræðra – GísliEiríkurHelgi – 8. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira