Fréttir

Rútuakstur

Þá daga sem skipulagsdagar og haustfrí Grunnskólans standa yfir, verður skólaaksturinn sem hér segir:
Lesa meira

Vísindaferð

Fræðsluferð liðlega tuttugu nemenda og kennara skólans til Reykjavíkur í gær tókst með ágætum. Heimsótt voru fyrirtækin CCP, Skema og Háskólinn í Reykjavík. Nemendurnir lýstu áhuga á að fá námskeið hjá Skemu í næstu miðannarviku. Fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu í forritun og eru yngstu nemendurnir aðeins 6-7 ára.
Lesa meira

Keppnisferð til Hveragerðis

Sjö strákar úr knattspyrnuakademíu skólans náðu þriðja sæti á Fótboltamóti framhaldsskólanna í Hveragerði um helgina. Lið skólans komst í undanúrslit fjögurra liða en tapaði fyrri leiknum með einu marki. Þá var leikið um þriðja sæti og vann liðið þann leik. Tíu framhaldsskólar sendu lið í keppnina. Grétar Áki Bergsson var markahæstur allra á mótinu með 9 mörk.
Lesa meira

MTR býður í bíó

Nemendum eldri bekkja í grunnskólum Dalvíkur og Fjallabyggðar er boðið í bíó á mánudag og auðviðað líka nemendum menntaskólans. Myndin ber titilinn Disconnect og er áhrifamikil. Tvær sýningar verða í Tjarnarborg. Ferðir verða frá Siglufirði og Dalvík – og til baka.
Lesa meira

Af fingrum fram

Nemendur í áfanganum Inngangur að listum hafa að undanförnu æft sig að spila á ýmis hljóðfæri af fingrum fram. Minnihluti hópsins hefur lært hljóðfæraleik áður. Lögin Five For Fighting – Superman og With or Without You hafa sama hljómaganginn og því tilvalið að nota þau í syrpu.
Lesa meira

Málverk Ástþórs

Skólann prýða ýmis listaverk en þau nýjustu í safninu eru eftir Ástþór Árnason sem brautskráðist frá skólanum síðasta vor. Verkin tvö eru í expressionískum anda og einkennast af hressilegu samspili frjálsra forma og kröftugra litasamsetninga með fígúratívum formum. Tjáningin virkar sem persónuleg sýn listamannsins á upplifun af umhverfinu.
Lesa meira

Innritun stendur yfir

Innritun í skólann stendur nú yfir á Menntagátt út nóvember fyrir vorönn 2014. Bæði fyrir fjarnám og staðnám. Þeir sem vilja sjá hvaða nám er í boði flettið áfram.
Lesa meira

Afreksþjálfun í knattpsyrnu

Nýr samstarfssamningur Menntaskólans og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var undirritaður í morgun. Hann veitir þeim nemendum skólans sem eru á samningi hjá KF rétt til að stunda nám á afreksþíþróttasviði. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi um knattspyrnuakademíu sem hefur gefið mjög góða raun.
Lesa meira

Fróðleiksfúsir gestir

Glaðbeittir og frjálslegir í fasi kynntu tíuundubekkingar í Grunnskóla Fjallabyggðar sér nám og starf í MTR í gær. Krakkarnir voru áhugasamir og spurðu talsvert um skipulag námsins, heiti áfanganna, hvað hægt væri að læra í útivistaráföngum og fleira. Þá skoðuðu þau húsakynni og tækjakost skólans.
Lesa meira

Dalvíkingar í kynnisför

Glaðlegir krakkar úr fjölmennum árgangi í Dalvíkurskóla kynntu sér nám og þjónustu í MTR í morgun. Heimsóknin er liður í undirbúningi þess að velja framhaldsskóla. Hópnum var skipt í stelpur og stráka og fór annar hópurinn í sund á meðan hinn skoðaði skólann og kynnti sér skólastarfið. Báðir hóparnir spurðu margs.
Lesa meira