Sýndarveruleiki

mynd HF
mynd HF
Oculus Rift er nýtt sýndarveruleikatæki sem er sérstaklega hannað með tölvuleikjaspilun í huga. Tækið er fest á höfuð spilarans þannig að skjárinn er það eina sem hann sér. Auk þess hreyfist sjónsviðið í samræmi við hreyfingar þess sem spilar og gerir honum þannig kleift að sökkva sér enn frekar inn í veruleika tölvuleiksins.

Oculus Rift er nýtt sýndarveruleikatæki sem er sérstaklega hannað með tölvuleikjaspilun í huga. Tækið er fest á höfuð spilarans þannig að skjárinn er það eina sem hann sér. Auk þess hreyfist sjónsviðið í samræmi við hreyfingar þess sem spilar og gerir honum þannig kleift að sökkva sér enn frekar inn í veruleika tölvuleiksins.

Þessi búnaður kemur að góðu gagni í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur – saga þróun og fræði - 2A05, þar sem nemendur kynnast nýjustu þróun innan iðnaðarins og fá innsýn í framtíð leikjahönnunar. Þegar tækið barst reyndist Gísli húsvörður hugrakkastur og prófaði það fyrstur en Tóti, Tryggvi og Villa fylgdust áhugasöm með þegar Hjördís tók myndina. Áhugasamir geta kynnt sér tækið frekar hér: http://www.oculusvr.com/