Fréttir

Haustsýning undirbúin

Nemendur í útivistaráfanga lögðu í morgun grunn að og hófu að byggja snjóhús af gerðinni „iglo“ á lóð skólans. Stefnt er að verklokum á morgun. Húsið verður framlag útivistaráfangans til haustýsningarinnar sem opnuð verður á laugardag kl. 13:00. Ef spá Veðurklúbbsins á Dalvík gengur eftir er ekki víst að húsið standi út árið.
Lesa meira

Hnossgæti

„Væna flís af feitum sauð“ ... bærilega smakkast bógurinn af honum Botna. Kennarar skólans hafa síðustu daga gætt sér á tvíreyktu frá þeim Hólmfríði og Gísla í Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði.
Lesa meira

Plastpokarýrnun

Algengara virðist að karlar láti hjá líða að greiða fyrir burðarpoka sem þeir taka í verslunum en konur. Þær taka hins vegar fleiri poka en karlarnir. Þetta kom í ljós í lítilli þátttökuathugun sem þrír nemendur MTR í áfanganum SÁL2A gerðu í Samkaup Úrval dagvöruversluninni á Siglufirði í síðasta mánuði.
Lesa meira

Jólaskemmtun

Alexander Magnússon verður veislustjóri á jólaskemmtun skólans á föstudagskvöld. Samkoman verður í Tjarnarborg og húsið verður opnað klukkan 19:00. Maturinn kemur frá Bautanum á Akureyri, hangikjöt og þjóðlegir réttir í bland við pasta- og kjúklingarétti. Skemmtiatriðin eru að nokkru leyti enn sveipuð huliðsblæju en tónlistin verður tengd jólunum. Rútuferðir frá Dalvík og Siglufirði kl. 18:30 og til baka kl. 22:30.
Lesa meira

Viðskiptaáætlun kynnt

Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á viðskiptaáæltun sem er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Þetta gera þeir í þriggja til fjögurra manna hópum og kynntu hóparnir verkefni sín fyrir samnemendum í kennslustund í gær. Ólöf Þóra, Alexía María, Kara og Dana Rún hafa gert viðskiptaáæltun fyrir fataverslun á Ólafsfirði.
Lesa meira

Aðventan gengin í garð

Nemendur áttu ljúfa stund í morgun þegar þeir smökkuðu á jólabakstrinum frá Aðalbakaríi á Siglufirði og hlustuðu á íslensk jólalög. Trausti Karl Rögnvaldsson skipulagði og annaðist kökuboðið en Helen Meyers skreytti anddyri skólans. Boðið var upp á margar tegundir, meðal annars Söru Bernharðskökur, skeljar, súkkulaðibitakökur, vínartertu og kleinuhringi sem voru vinsælastir allra tegunda.
Lesa meira

Jólin nálgast

Aðventan gengur í garð á sunnudag og á mánudag æltum við að minna aðeins á hana. Aðalbakarí á Siglufirði býður nemendum og starfsmönnum skólans að bragða á jólabakstrinum. Trausti Karl er í starfsnámi í Aðabakaríi og hann ætlar að skipuleggja jólastund með veitingum í anddyri skólans. Hún hefst klukkan 9:30.
Lesa meira

Forritun með Skema

Nám og kennsla í forritun hér við skólann verður skipulagt í samstarfi í Skema, sem er framsækið sprotafyrirtæki á því sviði. Aðferðafræðin er studd niðurstöðum rannsókna á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Markmiðið er að veita menntun í takt við tækniþróun.
Lesa meira

Meiri hreyfingu!

Mikil og góð þátttaka var í hreyfideginum, síðasta föstudag. Fimmtíu og tveir nemendur mættu í 104 hreyfistundir, þannig að meðaltalið er tvær hreyfistundir á mann. Allar íþróttagreinar sem boðið var upp á voru vel sóttar. Eins og myndirnar sýna ríkti leikgleði og einbeitni í íþróttahúsinu þennan dag.
Lesa meira

Mikil hreyfing

Mjög góð þátttaka hefur verið í margvíslegum íþróttum á hreyfidegi skólans í dag. Tuttugu og sex nemendur tóku þátt í badminton og body pump í morgun og tuttugu í fótbolta. Þá fóru fimmtán í blak og nokkrir í sund og líkamsrækt. Íþróttahúsið hefur verið fullnýtt í morgun. Hreyfingin heldur áfram eftir hádegi og er þá meðal annars hægt að fara í innibandý og handbolta.
Lesa meira