Bandarískir gestir

Liðlega tuttugu manna hópur nemenda í Bluffton-háskóla í Ohio í Bandaríkjunum heimsótti skólann í morgun og kynnti sér skipulag náms og starfs hér. Gestirnir sýndu meðal annars áhuga á uppbyggingu námsins, hvernig nemendur nota tölvur og hve sjálfstæðir þeir eiga að vera í starfi. Bluffton býður meðal annars upp á nám í listgreinum, fjölmiðlafræði og menntavísindum.

Liðlega tuttugu manna hópur nemenda í Bluffton-háskóla í Ohio í Bandaríkjunum heimsótti skólann í morgun og kynnti sér skipulag náms og starfs hér. Gestirnir sýndu meðal annars áhuga á uppbyggingu námsins, hvernig nemendur nota tölvur og hve sjálfstæðir þeir eiga að vera í starfi. Bluffton býður meðal annars upp á nám í listgreinum, fjölmiðlafræði og menntavísindum.

Bluffton er aðeins liðlega fjögur þúsund manna bær en háskólinn var stofnaður 1899. Hann er tengdur mennonítakirkjunni og leggur áherslu á að útskrifa nýta borgara. Nemendurnir sem voru gestir okkar í morgun virtust almennt áhugasamir um menningu og umhverfi í víðasta skilningi. Þegar þeir hittu Ingu stærðfræðikennara hafði einn á orði að hann hefði aðeins einu sinni áður séð kvenkyns stærðfræðikennara.