Kennslu í stjórnmálafræðiáfanganum FÉL2B lauk í dag með framboðsfundi þar sem fulltrúar listanna fjögurra í Fjallabyggð kynntu framboðin og sátu fyrir svörum. Atvinnumál og ríg milli bæjanna tveggja í Fjallabyggð bar hæst á fundinum. Nemendur spurðu fjölmargra spurninga og fengu við þeim svör. Athygli þeirra vakti að ekki virðist mikill munur á stefnumálum framboðanna.
Kennslu í stjórnmálafræðiáfanganum FÉL2B lauk í dag með framboðsfundi þar sem fulltrúar listanna fjögurra í
Fjallabyggð kynntu framboðin og sátu fyrir svörum. Atvinnumál og ríg milli bæjanna tveggja í Fjallabyggð bar hæst á fundinum. Nemendur
spurðu fjölmargra spurninga og fengu við þeim svör. Athygli þeirra vakti að ekki virðist mikill munur á stefnumálum framboðanna.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði að það hefðu líklega verið mistök að færa alla opinberu stjórnsýsluna yfir
á Siglufjörð og fulltrúi Framsóknarflokks taldi rétt að fara yfir málið að nýju. Allir töluðu fulltrúarnir um að
bæta almenningssamgöngur á milli bæjanna og einn varpaði því fram hvort mögulegt væri að nota rafmagnsstrætó. Svo virðist sem
frambjóðendur telji að eftir sé að klára sameininguna.
Eflingu ferðaþjónustu bar á góma þegar rætt var um atvinnumál og allir töldu að fjölga þyrfti störfum fyrir menntað
fólk. Fulltrúi Fjallabyggðarlistans nefndi að fleira væri menntun en háskólagráður og í sveitarfélaginu væru
iðnaðarmenn, til dæmis smiðir, komnir af léttasta skeiði. Líka þyrfti að viðhalda sérhæfingu af því tagi. Fulltrúi
Jafnaðarmannafélags Fjallabyggðar taldi að stærstu tækifærin lægju í ferðaþjónustu, sem þyrfti að byggja enn frekar
upp.
Fulltrúar framboðanna voru: Kristinn Kristjánsson í 2. sæti á Fjallabyggðarlista, Sólrún Júlíusdóttir í 1.
sæti á lista Framsóknarflokks, Ásgeir Logi Ásgeirsson í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks og Steinunn María
Sveinsdóttir í fyrsta sæti á lista Jafnaðarmannafélags Fjallabyggðar.