Kennslu er rétt að ljúka á þessu vori og margir kennarar brjóta upp hefðbundið nám með óhefðbunum aðferðum eða efni. Nemendur í eðlisfræði gerðu verklega æfingu á bílastæðinu í morgun. Námsmarkmið var að fá tilfinningu fyrir fyrsta og öðru lögmáli Newtons. Námsgögn voru tveir bílar og reiðhjól. Myndin sýnir fjóra nemendur draga kennarann, Óliver Hilmarsson, á hjólinu.
Kennslu er rétt að ljúka á þessu vori og margir kennarar brjóta upp hefðbundið nám með óhefðbunum aðferðum eða efni.
Nemendur í eðlisfræði gerðu verklega æfingu á bílastæðinu í morgun. Námsmarkmið var að fá tilfinningu fyrir fyrsta
og öðru lögmáli Newtons. Námsgögn voru tveir bílar og reiðhjól. Myndin sýnir fjóra nemendur draga kennarann, Óliver Hilmarsson,
á hjólinu.
Sami hópur ýtti einnig fólksbíl og jeppa eins og myndirnar sýna. Heimildir voru meðal annars skráningarskírteini bílanna. Fyrsta
lögmál Newtons segir að því meiri sem massi er því meiri tregða er til hreyfingar. Annað lögmálið segir að kraftur sé
massi margfaldaður með hröðun. Nemendur þurftu að finna hröðunina með því að mæla vegalengd og tíma. Nemendur notuðu um 1100
Newtona kraft til að ýta bæði jeppa og fólksbíl en þurftu ekki nema 400 til að draga reiðhjólið með kennaranum.
Ástæðan er væntanlega sú að vegalengdin í hjóltilrauninni var of löng, þannig að höðun náðist aðeins í
upphafi. Myndir