ABC söfnun

Nokkur árangur varð af söfnun nemenda í áfanganum ABC skólahjálp í gær. Nokkrir komu og fengu sér kaffi og með því en enginn leigði borð til að selja varning á viðburðinum og voru það nokkur vonbrigði. Matarklúbbur starfsbrautar hjálpaði til við viðburðinn og sá um að baka skúffuköku, múffur og pönnukökur.

Nokkur árangur varð af söfnun nemenda í  áfanganum ABC skólahjálp í gær. Nokkrir komu og fengu sér kaffi og með því en enginn leigði borð til að selja varning á viðburðinum og voru það nokkur vonbrigði. Matarklúbbur starfsbrautar hjálpaði til við viðburðinn og sá um að baka skúffuköku, múffur og pönnukökur.

Viðburðurinn hófst klukkan 11 og lauk um klukkan 16. Nemendur áfangans ásamt Brynjari kennara sáu alfarið um þennan viðburð og gekk hann ágætlega. Auk þess hafa nemendur gegnið í hús og safnað og söfnunarbaukar hafa verið í verslunum á Tröllaskaga. Afraksturinn rennur til grunnskóla í Úganda þar sem sárlega vantar tæki og námsgögn.

Texti: Sólrún Anna Óskarsdóttir