Fréttir

Afreksþjálfun í knattpsyrnu

Nýr samstarfssamningur Menntaskólans og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var undirritaður í morgun. Hann veitir þeim nemendum skólans sem eru á samningi hjá KF rétt til að stunda nám á afreksþíþróttasviði. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi um knattspyrnuakademíu sem hefur gefið mjög góða raun.
Lesa meira

Fróðleiksfúsir gestir

Glaðbeittir og frjálslegir í fasi kynntu tíuundubekkingar í Grunnskóla Fjallabyggðar sér nám og starf í MTR í gær. Krakkarnir voru áhugasamir og spurðu talsvert um skipulag námsins, heiti áfanganna, hvað hægt væri að læra í útivistaráföngum og fleira. Þá skoðuðu þau húsakynni og tækjakost skólans.
Lesa meira

Dalvíkingar í kynnisför

Glaðlegir krakkar úr fjölmennum árgangi í Dalvíkurskóla kynntu sér nám og þjónustu í MTR í morgun. Heimsóknin er liður í undirbúningi þess að velja framhaldsskóla. Hópnum var skipt í stelpur og stráka og fór annar hópurinn í sund á meðan hinn skoðaði skólann og kynnti sér skólastarfið. Báðir hóparnir spurðu margs.
Lesa meira

Framreiðsla

Fjórtán nemendur, níu piltar og fimm stúlkur, luku í miðannarvikunni námskeiði í framreiðslu. Námið var bæði verklegt og bóklegt. Verklega námið fór fram á Hannes Boy á Siglufirði en bóklega námið í skólanum. Þá heimsóttu nemendur þrjá veitingastaði á Siglufirði og tvo á Ólafsfirði og kynntu sér aðstæður þar.
Lesa meira

Að halda stefnu

Prýðilegar aðstæður eru á Ólafsfjarðarvatni til að æfa kajakróður. Allir þekkja máltækið, “árinni kennir illur ræðari” - og vissulega krefst það þjálfunar að halda rétt á ár og að beita henni rétt. Það þarf líka að halda stefnu og gæta þess að nota ekki of mikla krafta.
Lesa meira

Félagslíf nemenda

Hafið er átak í því að efla félagslíf í skólanum. Nemendafélagið Trölli auglýsir hér með eftir hópum eða klúbbum. Klúbbarnir fara eftir áhugamálum fólks og þarf einn formann í hvern klúbb. Tvær einingar eru í boði fyrir formann og ein eining fyrir þátttöku í starfi klúbbs eða atburðum á vegum klúbbs.
Lesa meira

List með Aðalheiði

Litagleði og hugmyndaauðgi einkenndi fjölbreytt verk nemenda í úrgangslistaráfanga í miðannarvikunni. Unnið var með ólík efni og muni sem venjulega er hent. Nemendur söfnuðu þessu saman og gáfu því nýtt líf með sköpun sinni. Kennari var Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarmaður á Siglufirði.
Lesa meira

Val fyrir næstu önn

Nú stendur yfir val fyrir næstu önn, upplýsingar um áfanga í boði má finna undir Námið
Lesa meira

Tölvutækling

Mikil einbeiting skein úr svip og fasi nemenda í tölvutæklingu síðdegis. Tveir og tveir unnu saman að því að taka tölvur í sundur, taka allt innan úr skelinni og setja aftur saman. Af níu vélum sem fengu þessa meðferð virkuðu sex á eftir – og samtals gengur tíu skrúfur af.
Lesa meira

Táknmálssöngur

Í miðannarviku hefur einn nemendahópurinn lært grunnatriðin í táknmáli og skoðað tónlist á táknmáli. Táknmálssöngur einkennist af taktbundnum hreyfingum handa og rími í formi handa og fingra. Markmiðið með táknmálskennslunni er að nemendur geti spjallað á einföldu máli. Þeir læra meðal annars að segja frá fjölskyldu sinni og nánasta umhverfi.
Lesa meira