24.09.2013
Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Lesa meira
23.09.2013
Þema vikunnar í Tröllaskagaáfanga eru bæjarhátíðir en árlega eru haldnar um 230 slíkar hátíðir hér á landi. Áhöld eru um hvort kalla eigi fjölmennustu hátíðina á Tröllaskaga, Fiskidaginn mikla á Dalvík, bæjarhátíð. Júlíus Júlíusson sem hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi sagði nemendum í dag að ekki væri vitað hvað hún kostaði, menn vildu ekki vita það.
Lesa meira
20.09.2013
Gönguleiðir eru margar á Tröllaskaga og sumar svo vinsælar að hundruð manna fara þær á hverju sumri. Flestar eru brattar og bjóða upp á fagurt útsýni þegar komið er efst í skörðin og á fjallatoppa. Björn Þór Ólafsson hefur samið lýsingar margra gönguleiða og fjallaði um þær í máli og myndum í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira
18.09.2013
Á Veðurstofu Íslands vinna eitt hundrað og fjörutíu menn við að fylgjast með veðri, skrá upplýsingar, spá og vara við náttúruvá. Tilgangurinn er að auka öryggi allra landsmanna. Sérstaklega eru traustar upplýsingar og spár um veður mikilvægar fyrir sjómenn og fólk sem starfar við samgöngur í lofti og á landi. Þetta sagði Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur nemendum í útivist og fjallamennsku í morgun.
Lesa meira
17.09.2013
Nemendur og kennarar undirbúa komu góðra gesta í næstu viku. Þetta eru sextán nemendur á aldrinum 16-17 ára og fjórir kennarar þeirra. Gestirnir koma frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Heimsóknin er þáttur í Comeníusarverkefni sem skólinn tekur þátt í. Mikilvægt er að heimafólk taki gestgjafahlutverkið alvarlega og sinni gestunum eins og best má verða.
Lesa meira
16.09.2013
Árið 2015 verður stórt ár hjá Rauðku á Siglufirði. Þá verður Hótel SUNNA opnað en nú er beðið eftir að fylling undir húsið sigi í bátahöfninni. Hótelið verður tvær hæðir og mun skarta fjórum stjörnum. Finnur Yngvi Kristinsson hjá Rauðku greindi nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því að þörf væri á mörgum nýjum starfsmönnum á árinu 2015.
Lesa meira
13.09.2013
Frumkvæði sköpun og áræði eru einkunnarorð skólans. Í þessu getur meðal annars falist að þora að vera öðruvísi og hafa aðrar hefðir en ríkja í framhaldsskólum annars staðar á landinu. Busun nýnema tíðkast ekki Menntaskólanum á Tröllaskaga en í staðinn hjálpa nemendur eigendum sauðfjár í Ólafsfirði við smölun og rekstur til réttar.
Lesa meira
13.09.2013
Tröllaskagi er þekktur á heimsvísu í hópi fólks sem rennir sér á skíðum utan brauta í bröttum fjöllum. Margar erlendar ferðaskrifstofur selja fjallaskíðaferðir á skagann og á háannatímanum, í apíl og maí, fylla þessir gestir nær allt gistirými í Svarfaðardal, Skíðadal, á Dalvík og í Ólafsfirði. Þetta kom fram hjá Jökli Bergmann þegar hann heimsótti nemendur í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira
12.09.2013
Sifjar eru þema vikunnar í mannfræðiáfanganum FÉL3B. Sifjakerfin veita einstaklingum stöðu, eru öryggisnet og hafa áhrif á hegðun. Til að þekkja stöðu sína og kunna að hegða sér rétt þarf fólk að kunna að rekja ætt sína. Hér sýnir Elfa Sif hverngi ættartré lítur út ef ætt er rakin í kvenlegg en Finnur sýnir dæmi um ættrakningu í karllegg.
Lesa meira
11.09.2013
Mikið stendur til í félagslífi nemenda á föstudag. Kennsla fellur niður frá hádegi og nemendur taka þátt í að reka fjársafn Ólafsfirðinga í gegn um bæinn. Fjárhópurinn fer eftir götunum til réttar. Ólík iðja verður upp tekin á föstudagskvöld þegar áhugamenn um tölvuleiki og kvikmyndir hittast í skólanum.
Lesa meira