27.11.2013
Nám og kennsla í forritun hér við skólann verður skipulagt í samstarfi í Skema, sem er framsækið sprotafyrirtæki á því sviði. Aðferðafræðin er studd niðurstöðum rannsókna á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Markmiðið er að veita menntun í takt við tækniþróun.
Lesa meira
26.11.2013
Mikil og góð þátttaka var í hreyfideginum, síðasta föstudag. Fimmtíu og tveir nemendur mættu í 104 hreyfistundir, þannig að meðaltalið er tvær hreyfistundir á mann. Allar íþróttagreinar sem boðið var upp á voru vel sóttar. Eins og myndirnar sýna ríkti leikgleði og einbeitni í íþróttahúsinu þennan dag.
Lesa meira
22.11.2013
Mjög góð þátttaka hefur verið í margvíslegum íþróttum á hreyfidegi skólans í dag. Tuttugu og sex nemendur tóku þátt í badminton og body pump í morgun og tuttugu í fótbolta. Þá fóru fimmtán í blak og nokkrir í sund og líkamsrækt. Íþróttahúsið hefur verið fullnýtt í morgun. Hreyfingin heldur áfram eftir hádegi og er þá meðal annars hægt að fara í innibandý og handbolta.
Lesa meira
20.11.2013
Menntaskólinn á Tröllaskaga er heilsueflandi framhaldsskóli og til að liðka líkamann, styrkja og hressa er búið að skipuleggja heilan hreyfidag með fjölbreyttum viðfangsefnum. Skipulagðar hreyfistundir verða í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði frá kl. 8:30 til 15:45. Stundatafla í bóklegum greinum heldur sér en nemendur eru hvattir til að fara í þær hreyfistundir sem þeir hafa áhuga á.
Lesa meira
19.11.2013
Matarklúbburinn Trölli er tekinn til starfa. Nemendur og starfsmenn skólans geta notið ávaxtanna af því á morgun. Þá verður klúbburinn með kökusölu í anddyri skólans. Í boði verða skúffukökur og tvær gerðir af Muffins. Matarklúbburinn hefur ekki posa og því verða viðskiptavinir að staðgreiða í krónum.
Lesa meira
15.11.2013
Nemendur í MTR eru búnir að stofna fjóra klúbba síðan Nemendafélagið Trölli var endurskipulagt í haust. Þetta eru tölvuklúbbur sem er fjölmennastur, matarklúbbur, viðburða- og skemmtiklúbbur og Mangaklúbbur. Á fulltrúaráðsfundi Trölla í gær var ákveðið að halda jólaskemmtun nemenda 6. desemember í Tjarnarborg.
Lesa meira
14.11.2013
Þá daga sem skipulagsdagar og haustfrí Grunnskólans standa yfir, verður skólaaksturinn sem hér segir:
Lesa meira
14.11.2013
Fræðsluferð liðlega tuttugu nemenda og kennara skólans til Reykjavíkur í gær tókst með ágætum. Heimsótt voru fyrirtækin CCP, Skema og Háskólinn í Reykjavík. Nemendurnir lýstu áhuga á að fá námskeið hjá Skemu í næstu miðannarviku. Fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu í forritun og eru yngstu nemendurnir aðeins 6-7 ára.
Lesa meira
11.11.2013
Sjö strákar úr knattspyrnuakademíu skólans náðu þriðja sæti á Fótboltamóti framhaldsskólanna í Hveragerði um helgina. Lið skólans komst í undanúrslit fjögurra liða en tapaði fyrri leiknum með einu marki. Þá var leikið um þriðja sæti og vann liðið þann leik. Tíu framhaldsskólar sendu lið í keppnina. Grétar Áki Bergsson var markahæstur allra á mótinu með 9 mörk.
Lesa meira
07.11.2013
Nemendum eldri bekkja í grunnskólum Dalvíkur og Fjallabyggðar er boðið í bíó á mánudag og auðviðað líka nemendum menntaskólans. Myndin ber titilinn Disconnect og er áhrifamikil. Tvær sýningar verða í Tjarnarborg. Ferðir verða frá Siglufirði og Dalvík og til baka.
Lesa meira