Forritun með Skema

Rakel Sölvadóttir mynd GK
Rakel Sölvadóttir mynd GK

Nám og kennsla í forritun hér við skólann verður skipulagt í samstarfi í Skema, sem er framsækið sprotafyrirtæki á því sviði. Aðferðafræðin er studd niðurstöðum rannsókna á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Markmiðið er að veita menntun í takt við tækniþróun.

Nám og kennsla í forritun hér við skólann verður skipulagt í samstarfi í Skema, sem er framsækið sprotafyrirtæki á því sviði. Aðferðafræðin er studd niðurstöðum rannsókna á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Markmiðið er að veita menntun í takt við tækniþróun.

Skema mun undirbúa og sjá um kennslu á námskeiði fyrir allt að 15 kennara skólans í Ólafsfirði til að nýta forritun í fjölbreyttum kennslugreinum. Sérfræðingur á vegum Skema mun einnig veita handleiðslu og skólinn fær aðgang að kennsluáætlunum, verkefnum og ítarefni í faginu. Með samningnum við Skema gefst tækifæri til að efla enn frekar fagþekkingu starfsmanna og nemenda á sviði tæknimenntar sem mun nýtast vel í nútíma samfélagi og til framtíðar.

Skema stefnir að því að opna forritunarsetur í Bandaríkjunum eftir áramótin. Fyrirtækið hefur vakið alþjóðlega athygli og var nýlega valið eitt af tíu sprotafyrirtækjum til að fylgjast með af tímaritinu Forbes. Yfir 300 kennarar og 2000 börn hafa notið kennslu fyrirtækisins hér á landi. Eigandi Skema er Rakel Sölvadóttir. Fjölmiðlar hafa á þessu ári fjallað nokkuð um velgengni hennar og fyrirtækisins. Sjá:

http://www.forbes.com/sites/johnhall/2013/03/20/10-companies-at-sxsw-to-look-for-in-2013/
http://www.ruv.is/innlent/forbes-velur-rakel
http://www.visir.is/opna-forritunarsetur-i-bandarikjunum-snemma-a-naesta ari-/article/2013711279961