Nýir klúbbar í Trölla

Nemendur í MTR eru búnir að stofna fjóra klúbba síðan Nemendafélagið Trölli var endurskipulagt í haust. Þetta eru tölvuklúbbur sem er fjölmennastur, matarklúbbur, viðburða- og skemmtiklúbbur og Mangaklúbbur. Á fulltrúaráðsfundi Trölla í gær var ákveðið að halda jólaskemmtun nemenda 6. desemember í Tjarnarborg.

Nemendur í MTR eru búnir að stofna fjóra klúbba síðan Nemendafélagið Trölli var endurskipulagt í haust. Þetta eru tölvuklúbbur sem er fjölmennastur, matarklúbbur, viðburða- og skemmtiklúbbur og Mangaklúbbur. Á fulltrúaráðsfundi Trölla í gær var ákveðið að halda jólaskemmtun nemenda 6. desemember í Tjarnarborg.

Fulltrúaráðsfundi sitja forseti og varaforseti félagsins ásamt formönnum klúbba. Forseti er Arndís Lilja Jónsdóttir en varaforseti Þórhildur Sölvadóttir. Formaður tölvuklúbbs er Heiðar Karl Rögnvaldsson, Andri Mar Flosason er formaður matarklúbbs, Skúli Lórenz Tryggvason er formaður viðburða- og skemmtiklúbbs og Aron Óli Árnason leiðir hóp nemenda sem ætlar að skemmta sér yfir japönskum skemmtisögum sem ganga undir samheitinu Manga.