Vísindaferð

Fræðsluferð liðlega tuttugu nemenda og kennara skólans til Reykjavíkur í gær tókst með ágætum. Heimsótt voru fyrirtækin CCP, Skema og Háskólinn í Reykjavík. Nemendurnir lýstu áhuga á að fá námskeið hjá Skemu í næstu miðannarviku. Fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu í forritun og eru yngstu nemendurnir aðeins 6-7 ára.

Fræðsluferð liðlega tuttugu nemenda og kennara skólans til Reykjavíkur í gær tókst með ágætum. Heimsótt voru fyrirtækin CCP, Skema og Háskólinn í Reykjavík. Nemendurnir lýstu áhuga á að fá námskeið hjá Skemu í næstu miðannarviku. Fyrirtækið sérhæfir sig í kennslu í forritun og eru yngstu nemendurnir aðeins 6-7 ára.

Hjá CCP vakti athygli hve störfin eru fjölbreytt og hve starfsmenn hafa ólíka menntun og bakgrunn þegar þeir eru ráðnir. Leiðsögumaðurinn var heimspekingur en hjá fyrirtækinu vinnur fólk sem hefur lært mannfræði og ýmsar félagsgreinar auk sérfræðinga í forritun, kerfisfræði og grafískri hönnun svo eitthvað sé nefnt. Það vakti líka athygli nemenda MTR að þeir sem spila tölvuleikinn Eve Online eru talsvert fleiri en allir Íslendingar og hagkerfi leiksins er stærra en íslenska hagkerfið.

Fróðlegt þótti nemendum að koma í Háskólann í Reykjavík – ekki síst að skoða hús skólans sem er nýbyggt og var hannað sérstaklega utan um þá sérhæfðu starfsemi sem þarna fer fram. Tilgangur heimsóknarinnar var að gefa nemendum í tölvu-, forritunar- og listaáföngum tækifæri til að sjá aðeins inn í þann heim sem þeir eru að mennta sig til að starfa í.