Sjö strákar úr knattspyrnuakademíu skólans náðu þriðja sæti á Fótboltamóti framhaldsskólanna í Hveragerði um helgina. Lið skólans komst í undanúrslit fjögurra liða en tapaði fyrri leiknum með einu marki. Þá var leikið um þriðja sæti og vann liðið þann leik. Tíu framhaldsskólar sendu lið í keppnina. Grétar Áki Bergsson var markahæstur allra á mótinu með 9 mörk.
Sjö strákar úr knattspyrnuakademíu skólans náðu þriðja sæti á Fótboltamóti framhaldsskólanna í
Hveragerði um helgina. Lið skólans komst í undanúrslit fjögurra liða en tapaði fyrri leiknum með einu marki. Þá var leikið um
þriðja sæti og vann liðið þann leik. Tíu framhaldsskólar sendu lið í keppnina. Grétar Áki Bergsson var markahæstur allra
á mótinu með 9 mörk.
Ferðalagið gekk vel og allir komu glaðir heim. Liðsstjóri í ferðinni var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari en
bílstjóri var Björg Traustadóttir.