13.12.2013
Sýningin verður opnuð klukkan 13:00 á morgun og flutningur tónlistaratriða hefst stundvíslega klukkan 13:15. Til sýnis eru verk nemenda í listum, ljósmyndun, nýsköpun, félagsfræði, forritun og fleiri námsgreinum.
Lesa meira
13.12.2013
Snjóflóð féll á veginn í Ólafsfjarðarmúla í nótt og var vegurinn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur því lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið var að moka um 11 leytið en ákveðið að þar sem þetta er síðasti kennsludagur og lítið eftir að afþakka akstur frá Dalvík.
Nemendur og starfsmenn sem þurfa þessa leið vinna því heima í dag.
Lesa meira
12.12.2013
Í íslenskuáfanganum ÍSL3E kynnast nemendur sögu og þróun glæpasagnaritunar og lesa verk íslenskra og erlendra höfunda. Áfanginn er kenndur í fyrsta sinn á haustönninni. Meðal verkefna er að skrifa litla glæpasögu. Það gera nemendur í 3-5 manna hópum og kynntu þeir afurðir sínar í vikunni. Kynntar voru fimm sögur og er sögusviðið Ísland í þeim öllum.
Lesa meira
11.12.2013
Nemendur í útivistaráfanga lögðu í morgun grunn að og hófu að byggja snjóhús af gerðinni iglo á lóð skólans. Stefnt er að verklokum á morgun. Húsið verður framlag útivistaráfangans til haustýsningarinnar sem opnuð verður á laugardag kl. 13:00. Ef spá Veðurklúbbsins á Dalvík gengur eftir er ekki víst að húsið standi út árið.
Lesa meira
10.12.2013
Væna flís af feitum sauð ... bærilega smakkast bógurinn af honum Botna. Kennarar skólans hafa síðustu daga gætt sér á tvíreyktu frá þeim Hólmfríði og Gísla í Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði.
Lesa meira
05.12.2013
Algengara virðist að karlar láti hjá líða að greiða fyrir burðarpoka sem þeir taka í verslunum en konur. Þær taka hins vegar fleiri poka en karlarnir. Þetta kom í ljós í lítilli þátttökuathugun sem þrír nemendur MTR í áfanganum SÁL2A gerðu í Samkaup Úrval dagvöruversluninni á Siglufirði í síðasta mánuði.
Lesa meira
04.12.2013
Alexander Magnússon verður veislustjóri á jólaskemmtun skólans á föstudagskvöld. Samkoman verður í Tjarnarborg og húsið verður opnað klukkan 19:00. Maturinn kemur frá Bautanum á Akureyri, hangikjöt og þjóðlegir réttir í bland við pasta- og kjúklingarétti. Skemmtiatriðin eru að nokkru leyti enn sveipuð huliðsblæju en tónlistin verður tengd jólunum. Rútuferðir frá Dalvík og Siglufirði kl. 18:30 og til baka kl. 22:30.
Lesa meira
03.12.2013
Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á viðskiptaáæltun sem er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Þetta gera þeir í þriggja til fjögurra manna hópum og kynntu hóparnir verkefni sín fyrir samnemendum í kennslustund í gær. Ólöf Þóra, Alexía María, Kara og Dana Rún hafa gert viðskiptaáæltun fyrir fataverslun á Ólafsfirði.
Lesa meira
02.12.2013
Nemendur áttu ljúfa stund í morgun þegar þeir smökkuðu á jólabakstrinum frá Aðalbakaríi á Siglufirði og hlustuðu á íslensk jólalög. Trausti Karl Rögnvaldsson skipulagði og annaðist kökuboðið en Helen Meyers skreytti anddyri skólans. Boðið var upp á margar tegundir, meðal annars Söru Bernharðskökur, skeljar, súkkulaðibitakökur, vínartertu og kleinuhringi sem voru vinsælastir allra tegunda.
Lesa meira
29.11.2013
Aðventan gengur í garð á sunnudag og á mánudag æltum við að minna aðeins á hana. Aðalbakarí á Siglufirði býður nemendum og starfsmönnum skólans að bragða á jólabakstrinum. Trausti Karl er í starfsnámi í Aðabakaríi og hann ætlar að skipuleggja jólastund með veitingum í anddyri skólans. Hún hefst klukkan 9:30.
Lesa meira