09.10.2013
Nemendur MTR eru sjaldnar ölvaðir en nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Í könnun sem gerð var snemma á árinu sögðust tuttugu og fimm prósent nemenda hafa orðið ölvuð síðustu þrjátíu daga. Í flestum framhaldsskólum var hlutfallið 30-50% en í sex skólum var það á bilinu 50-78%. Svarendur voru 16-19 ára.
Lesa meira
08.10.2013
Nemendur tóku virkan og góðan þátt í fyrsta skólafundi MTR, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari flutti framsögu um menntastefnu skólans en eftir það fjölluðu nemendur um námskrá einstakra brauta í hópum undir stjórn kennara. Sjötíu og tveir nemendur tóku þátt í því.
Lesa meira
04.10.2013
Vikuna 14. - 18. október er miðannarvika í skólanum og nemendur velja sér smiðju/námskeið til að taka þátt í. Hvert námskeið gefur 2 einingar
Nemendur þurfa að velja sér námskeið 7. 8. október og þar sem ekki er ótakmarkað pláss í öll námskeið er best að drífa skráninguna af, fyrstir koma, fyrstir fá!!
Það er skyldumæting þessa viku fyrir alla nemendur. Þeim nemendum sem ekki velja sér námskeið sjálfir verður raðað í námskeið eftir því hvar er laust.
Lesa meira
03.10.2013
Hressandi andblær fylgdi gestunum í Tröllaskagaáfanga í dag. Jóna Björg Hlöðversdóttir býr á Björgum í Köldukinn með fjölskyldu sinni og Þórir Níelsson tók við búi á Torfum í Eyjafjarðarsveit fyrir tveimur dögum. Þau eru í stjórn Samtaka ungra bænda en í þeim er fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði.
Lesa meira
02.10.2013
Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans á Tröllaskaga verður haldinn 8. október klukkan 18:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og kjör nýrra stjórnarmanna í stað þeirra sem lokið hafa störfum. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti vel á fundinn. Í fundarhléi verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti Bjargar Traustadóttur.
Lesa meira
01.10.2013
Samstarfsfólk okkar í Comeníusarverkefninu um vatn hélt heim á leið um helgina eftir vel heppnaða viku í Ólafsfirði. Anna Lena Victorsdóttir segir að gestirnir hafi verið áhugasamir, tekið myndir og spurt margs. Hún var í hópi þeirra nemenda MTR sem eyddu miklum tíma með gestunum og segir að það hafi verið gaman að kynnast þeim.
Lesa meira
01.10.2013
Ákveðið hefur verið að Sögusetur Bakkabræðra verði opnað á Dalvík næsta vor. Kristín Aðalheiður Símonardóttir sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að sex ár yrðu þá frá því að hún byrjaði að vinna með hugmyndina. Áfangi á leiðinni var að opna kaffihús með nafni þeirra bræðra GísliEiríkurHelgi 8. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira
27.09.2013
Blúshátíð í Ólafsfirði er rótgróin bæjarhátíð en á undir högg að sækja varðandi aðsókn. Ekki er hins vegar vandamál að fá tónlistamenn til að koma fram. Tímamót verða á næsta ári þegar fimmtánda hátíðin er á dagskrá. Gísli Rúnar Gylfason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að fyrstu árin hefðu nær allir gestirnir verið heimamenn en nú kæmu um 80% að.
Lesa meira
26.09.2013
Í knattspyrnuáfanga eru 17 nemendur (16 strákar og 1 stelpa) sem allir hafa brennandi áhuga á þessari fjölmennustu íþróttagrein heims. Tvær kennslustundir eru á viku sem nýttar eru til að æfa íþróttina, þar sem höfuðáhersla er á tækni og leikskilning. Á mánudag var uppbrot í áfanganum þegar nemendur og kennari ásamt tveimur góðum vinum skelltu sér til Akureyrar.
Lesa meira
25.09.2013
Nemendur áfanga í fjallamennsku gengu leiðina um Fossabrekkur í gær. Veður var frábært, logn og heiðskírt eins og myndirnar sýna. Nánast alla leiðina var gengið á snjó þannig að þessi fimm stunda ganga varð að æfingu í vetrarfjallamennsku. Meðal búnaðar voru skóflur, snjóflóðastengur og ýlur. Í lok ferðar var komið myrkur og göngumenn settu upp ennisljós.
Lesa meira