Viðskiptaáætlun kynnt

Ólöf, Alexía, Kara og Dana mynd GK
Ólöf, Alexía, Kara og Dana mynd GK
Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á viðskiptaáæltun sem er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Þetta gera þeir í þriggja til fjögurra manna hópum og kynntu hóparnir verkefni sín fyrir samnemendum í kennslustund í gær. Ólöf Þóra, Alexía María, Kara og Dana Rún hafa gert viðskiptaáæltun fyrir fataverslun á Ólafsfirði.

Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á viðskiptaáæltun sem er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Þetta gera þeir í þriggja til fjögurra manna hópum og kynntu hóparnir verkefni sín fyrir samnemendum í kennslustund í gær. Ólöf Þóra, Alexía María, Kara og Dana Rún hafa gert viðskiptaáæltun fyrir fataverslun á Ólafsfirði.

Meðal viðfangsefna eru skipulagning páskahátíðar á Siglufirði með þátttöku fyrirtækja á sviði afþreyingar og ferðaþjónustu í bænum, veisluþjónusta og köfunarfyrirtæki. Nemendur velja viðfangsefnin og skipuleggja alfarið starfið í hópunum. Afrakstur þess verður kynntur á haustsýningu skólans 14. desember næstkomandi.

Markmið Tröllaskagaáfangans er að örva sköpunarkraft og auka djörfung nemenda og dug til að kasta sér út í ný verkefni þar sem útkoma er ekki fyrirfram gefin. Kostur þykir að verkefnin séu fjölbreytt og nemendur velji eitthvað sem þeir hafa áhuga á og gætu hugsað sér að vinna við eða að minnsta kosti nýta sér.