Fréttir

Fjarnemi verðlaunaður

Arna Rós Bragadóttir, fjarnemi í inngangi að listum og nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra vann, til verðlauna í opinni hönnunarsamkeppni um lógó fyrir “Gæði úr Húnaþingi”. Keppnin er liður í samstarfi ferðamálafélags svæðisins og ýmissa einstaklinga og fyrirtækja sem selja handverk, matvæli og þjónustu
Lesa meira

Íþróttagarpar

Þrír nemendur skólans og einn fyrrverandi nemandi náðu frábærum árangri á Íslandsmóti Íþróttafélags fatlaðra um helgina. Sigurjón Sigtryggsson vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupi og brons í 60 metra hlaupi. Rúna (Geirrún Jóhanna) Sigurðardóttir, Heiðrun Sólveig Jónsdóttir og Sveinn Þór Kjartansson náðu mjög góðum árangri í boccia.
Lesa meira

Upplýsandi framboðsfundur

Fulltrúar frá fjórum stjórnmálaflokkum fóru yfir helstu kosningamálin og svöruðu spurningum nemenda og starfsmanna skólans í stjórnmálafræðitíma í dag. Fundurinn var málefnalegur og upplýsandi og einkenndist af kurteisi gesta og heimamanna. Mest var rætt um efnahagsmál, verðtryggingu, gjaldmiðilsmál og nauðsyn þess að koma á stöðugleika. Einnig reifuðu gestirnir líkleg stjórnarmynstur eftir kosningar. Þeir voru: Bergur Þorri Benjamínsson, frá Sjálfstæðisflokki, Brynhildur Pétursdóttir í Bjartri framtíð, Gísli Tryggvason frá Dögun og Steingrímur J. Sigfússon frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Myndir frá fundinum og frá framboðskynningu í skólanum fyrir tveimur vikum.
Lesa meira

Vegna söngkeppni framhaldsskóla

Að gefnu tilefni viljum við benda þeim foreldrum sem skrifað hafa undir leyfisbréf til handa börnum sínum á Söngkeppni framhaldsskólanna á eftirfarandi: Nemendur eru á eign ábyrgð á Akureyri eins og kemur fram í leyfisbréfi sem forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára hafa undirritað. Til stóð að rúta færi fram og til baka frá skólanum keppnisdagana með fylgdarmanni. Nú hefur hins vegar komið í ljós að engin nemandi ætlar að nýta þennan kost. Því fer enginn starfsmaður skólans með hópnum því miður. Þar sem leyfisbréf nemendafélagsins segir skýrt að nemendur séu á eigin vegum, telur skólinn sig ekki bera ábyrgð á þeim í tengslum við þessa keppni.
Lesa meira

Framboðskynning

Gestir í stjórnmálafræðitíma á Kleifum kl. 13:30-14:30 á morgun föstudag 19. apríl verða fjórir: Bergur Þorri Benjamínsson, 6. sæti Sjálfstæðisflokks, Brynhildur Pétursdóttir, .1 sæti Bjartri framtíð, Gísli Tryggvason, 1. sæti Dögun og Steingrímur J. Sigfússon, 1. sæti Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Tíminn er opinn – nemendur úr öðrum áföngum og starfsmenn skólans eru velkomnir á kynninguna.
Lesa meira

Útrás í listljósmyndun.

Listrænar ljósmyndir fimm nemenda skólans hafa nú verið til sýnis í Quixnotic kaffihúsinu í St Paul í Minneapolis í Bandarkjunum í tíu daga. Sýningin hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið fjallað um hana á siglo.is þar sem heyra má viðtal Sigríðar Rutar, nema í fjölmiðlafræði, við Láru Stefánsdóttur, skólameistara, Atla Tómasson og Hrönn Helgadóttur. Þau eiga myndir á sýningunni en einnig Björn Þorleifsson, Kristín Sigurjónsdóttir og Ómar Örn Ragnarsson. http://www.siglo.is/is/frettir/getAllItems/1/nemendur-a-ljosmyndadeild-mtr-i-utras Hér má hlusta á viðtalið og sjá myndir af sýningunni.
Lesa meira

Fjölmenni við opnun

Um eitt hundrað og fimmtíu gestir voru við opnun sýningar á verkum fimm listnemenda Menntaskólans á laugardag. Sýningin er í Bláa húsinu Gallerý við smábátahöfnina á Siglufirði og njóta verkin sín afar vel í flottu umhverfi. Verkin vöktu mikla athygli meðal sýningargesta og er fagnaðarefni fyrir nemendur og skólann hve aðsóknin var góð. Sýningin verður opin um næstu helgi.
Lesa meira

“Hið”... listsýning

Laugardaginn 13. apríl kl.14:00 opna fimm listnemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga samsýninguna ,,Hið"... Sýningin er í Bláa húsinu Gallerý við smábátahöfnina á Siglufirði Nemendurnir eru allir í áfanganum MYL3B og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast þau viðfangsefnið hver með sínum hætti. Sýningin verður opin helgina 13. - 14. apríl og síðan eftir samkomulagi. Allir eru velkomnir!
Lesa meira

Æfing í fjallamennsku

Fjallamennska er hluti af því sem nemendur læra til að fá réttindi sem Björgunarmaður 1. Kennslan er bæði bókleg og verkleg. Uppsetning trygginga í snjó, að bremsa sig af með ísexi og ganga og klifra á mannbroddum var meðal þess sem æft var í Múlakollu um síðustu helgi. Kennari var Freyr Ingi Björnsson, fjallamaður frá Landsbjörgu.
Lesa meira

Gefstu aldrei upp!

Kristján Guðmundsson, ungur Dalvíkingur slasaðist mjög alvarlega í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur árum. Hann var nær dauða en lífi eftir slysið. Kristján greindi nemendum frá því í fyrirlestri í dag hve langt er hægt að komast á jákvæðninni einni. Frásögn hans var átakanleg en líka full af húmor.
Lesa meira