Smaladagur og lanmót

Mikið stendur til í félagslífi nemenda á föstudag. Kennsla fellur niður frá hádegi og nemendur taka þátt í að reka fjársafn Ólafsfirðinga í gegn um bæinn. Fjárhópurinn fer eftir götunum til réttar. Ólík iðja verður upp tekin á föstudagskvöld þegar áhugamenn um tölvuleiki og kvikmyndir hittast í skólanum.

Mikið stendur til í félagslífi nemenda á föstudag. Kennsla fellur niður frá hádegi og nemendur taka þátt í að reka fjársafn Ólafsfirðinga í gegn um bæinn. Fjárhópurinn fer eftir götunum til réttar. Ólík iðja verður upp tekin á föstudagskvöld þegar áhugamenn um tölvuleiki og kvikmyndir hittast í skólanum.

Klukkan 12:30 á föstudag er gert ráð fyrir að nemendur og kennarar raði sér með götunum, Ægisgötu og Aðalgötu, að brúnni í fyrirstöðu. Fjárhópurinn fer eftir götunum yfir í rétt. Nemendum í fjallamennsku og útivist býðst að taka þátt í göngum miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Gangnastjóri staðfestir þátttöku þeirra. Eftir fjárrekstur og fyrirstöðu verður grillað á skólalóðinni og er gert ráð fyrir að grillveislan hefjist um kl. 14. Þátttaka í smaladeginum er skylda.

Lanmótið hefst klukkan 20 á föstudagkvöldið og stendur til laugardagsmorguns. Spilaðir verða ýmsir tölvuleikir og keppt í sumum. Einnig verður horft á kvikmyndir. Helstu tölvuleikjanördar í hópi kennara, Tryggvi og Jeromy, verða væntanlega báðir með nemendum á lanmótinu. Slóð á myndband tengt lanmótinu: Hér