02.04.2013
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun. Tómlegt hefur verið á göngum skólans yfir hátíðina og ærin Dolly og lömbin hennar, Barny og Bonny, hafa getað hlaupið um að vild. Erla, Fanney Björg, Hulda og Lóa Rós gerðu myndbandið WHEN THE WOODEN LAMBS RAN AWAY í miðannarvikunni undir leiðsögn Alice Liu.
Lesa meira
22.03.2013
Nemendafélagið Trölli stóð fyrir uppákomu í anddyri skólans í hádeginu til að létta lundina á þessum síðasta kennslusdegi fyrir páska. Leikir, þrautir og léttar æfingar voru á dagskránni og hægt að vinna gjafabréf frá ýmsum fyrirtækjum auk miða á árshátíð skólans sem haldin verður á Kaffi Rauðku í kvöld. Kristinn Arnar Hauksson nemandi á listabraut tók myndirnar.
Lesa meira
21.03.2013
Úrslit ráðast í stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna í kvöld. Framlag nemenda á starfsbraut MTR er myndin Bakkabræður og silfur hafsins sem tekin var á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík á haustönninni. Allir nemendurnir hafa hlutverk í myndinni og sumir fleiri en eitt. Nemendur önnuðust einnig klippingu og frágang myndarinnar.
Lesa meira
20.03.2013
Nemendur í ensku 2B og 1U auka þessa dagana orðaforða sinn með því að spila leik á freerice.com vefsíðunni. Í leiðinni safna þau hrísgrjónum fyrir þurfandi. Í hópunum eru 57 nemendur og hafa þeir þegar þetta er skrifað safnað nægum hrísgrjónum til að fæða 35 einstaklinga í einn dag. Þetta er einstaklingskeppni og nokkur harka í henni.
Lesa meira
19.03.2013
Nemendur í íslensku 3B eru þessa dagana að kynna íslenska rithöfunda og skáld frá tímabilinu 1990-2010. Kynningin á að vekja áhuga áheyrenda og hafa nemendur nokkuð frjálsar hendur um hvort þeir lesa úr verkum viðkomandi, taka viðtal eða sýna höfund sinn koma fram eða brot úr myndverkum sem byggð eru á bókmenntunum.
Lesa meira
18.03.2013
Hljómsveitin TURTLE TACO EXPERIENCE tekur þátt í Músíktilraunum fyrir hönd Menntaskólans. Hljómsveitin leikur tvö frumsamnin pop-rokkög og eru textarnir einnig frumsamdir. Átta nemendur eru í sveitinni, sex strákar og tvær stúlkur og eru textar laganna eftir þær.
Lesa meira
15.03.2013
Listljósmyndarinn Graycloud Rios hefur komið því til leiðar að verk fimm nemenda skólans verða sýnd í bænum St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Graycloud kenndi listljósmyndun í miðannarvikunni og hrifust nemendur mjög af honum. Hann fór með þeim bæði kvöldin sem hann var hér að mynda úti og kynntist sumum þeirra mjög vel.
Lesa meira
14.03.2013
Nemendur í jákvæðri sálfræði kynntu í kennslustund í gær tónlist sem kemur þeim í gott skap, vekur vellíðan og jákvæðar hugsanir. Kynningin er hluti af þríþættu verkefni sem ber yfirskriftinga gleðitónar og ljúka skal í síðasta lagi á sunnudagskvöld. Gleðitónar nemenda reyndust fjölbreyttir og ekki allir nýir af nálinni.
Lesa meira
11.03.2013
Skúli Lorenz Tryggvason nemandi á íþrótta- og útvistarsviði fer til Þýskalands í sumar til að læra rústabjörgun á vegum Landsbjargar. Ellefu ungir björgunarsveitarmenn, sex stelpur og fimm strákar sem hafa verið valin til fararinnar voru við æfingar í Skorradal heila helgi fyrr í mánuðinum.
Lesa meira
07.03.2013
Andri Mar Flosason, Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir og Hallgrímur Sambhu Stefánsson heimsóttu Úlfar Agnarsson, stuðningsfulltrúa og bónda í fjárhúsin á dögunum. Geirrún fór um með fóðurblöndufötuna og gaf hverri kind en Andri Már talaði mest um kjöt. Þremenningarnir voru hæstáængðir með heimsóknina. Andri Már og Úlfar tóku myndirnar
Lesa meira