Nemendur sýna í Minnesota

Ljósmynd eftir Hrönn Helgadóttir
Ljósmynd eftir Hrönn Helgadóttir

Listljósmyndarinn Graycloud Rios hefur komið því til leiðar að verk fimm nemenda skólans verða sýnd í bænum St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Graycloud kenndi listljósmyndun í miðannarvikunni og hrifust nemendur mjög af honum. Hann fór með þeim bæði kvöldin sem hann var hér að mynda úti og kynntist sumum þeirra mjög vel.

Listljósmyndarinn Graycloud Rios hefur komið því til leiðar að verk fimm nemenda skólans verða sýnd í bænum St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Graycloud kenndi listljósmyndun í miðannarvikunni og hrifust nemendur mjög af honum. Hann fór með þeim bæði kvöldin sem hann var hér að mynda úti og kynntist sumum þeirra mjög vel.  Graycloud var svo hrifinn af listljósmyndum nemenda að eftir að hann var kominn heim fékk hann Quixotic kaffihúsið í bæ sínum St. Paul til að sýna nokkur verk þeirra í galleríi sem er við kaffihúsið. Fimm nemendur sem lengst eru komnir eru því í óðaönn að undirbúa sýningu verka sinna og læra á sama tíma verkferlið við að setja upp sýningu erlendis. Gert er ráð fyrir að sýningin verði opnuð 6. apríl næstkomandi. Myndin sem fylgir fréttinni er eftir Hrönn Helgadóttur og er ein þeirra sem verður á sýningunni. Graycloud Rios er ljóðskáld auk þess að stunda listljósmyndun. Hann ólst upp á hálendi Mexíkó undir verndarvæng ömmu sinnar og stórfjölskyldu hennar milli þess sem hann fór til San Francisco þar sem hluti fjölskyldunnar bjó. Hann er því mexíkóskbandarískur gyðingur og býr sem fyrr segir í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum.

Tengill á vefsíðu Graycloud: http://www.graycloudphotography.com/