Fréttir

Skemmtun fyrir íbúa og aðra

Fimmtudaginn 18. október klukkan 18:00 verður skemmtun í Tjarnarborg þar sem nemendur skólans sýna afraksturinn úr tónlistarbúðum og námi í skapandi skrifum. Nú er um að gera að sjá okkar skapandi fólk! Nokkrar hljómsveitir, skáld og fleiri! Nokkuð sem enginn má missa af. Komið hlustið og njótið - frítt inn!
Lesa meira

Brimbretti og sjósund

Nokkrir nemendur reyndu fyrir sér á brimbretti. Allir náðu fínum öldum – náðu að láta sig renna á öldunni upp í fjöru. Vinsældir sjósunds fara vaxandi í Ólafsfirði enda ekki ósjaldan að hitastigið í sjónum er hærra en lofthitinn.
Lesa meira

Sjávarútvegsfræði

Nemendur í sjávarútvegsfræði krufðu fiska í dag. Ilmur af fiskum fór um alla ganga og torkennilegustu kvikindi birtust upp úr stóru fiskkari. Allt var vandlega skoðað og ýmislegt óvænt kom innan úr fiskunum. Nemendur í frétta- og heimildaljósmyndun skrásettu viðburði.
Lesa meira

Andri Mar vann

Stráhattar, vefjarhettir, sólhattar, flókahattar, kúrekahattar, dömuhattar, gagsterahattar, tyrkneskir hattar, Bogart-hattar, sixpensarar og derhúfur skreyttu höfuð nemenda og starfsmanna menntaskólans í dag. Dómnefnd var vandi á höndum að velja vinningshafa en niðurstaðan var að Andri Mar Flosason fékk verðlaun dagsins fyrir nornahatt með rottu sem þótti sérlega frumlegur.
Lesa meira

Hetjur og skúrkar

Nemendur í áfanganum hetjur og skúrkar kynntu verkefni sín í myndum og máli í morgun. Verkefnið er að semja sögu og myndskreyta þar sem reynt er að fylgja 12 skrefunum á ferðalagi hetjunnar sem byggir á kenningum Joseph Campell og komu fyrst fram í bók hans Hetjan með þúsund andlit. Einn skreytti frásögn sína með myndbandi en flestir með teikningum og/eða myndum.
Lesa meira

Mest sömu fréttir

Íslensku fréttamiðlarnir eru mest með sömu fréttirnar og efnistökin eru oft lík. Fréttamenn dagblaða og útvarpsstöðva gætu nýtt möguleika miðla sinna betur til að gera fréttaefni lifandi, skýra það og sýna mismunandi hliðar. Sjónvarpsmenn virðast nýta möguleika þess miðils betur.
Lesa meira

Hittu í fyrstu tilraun

Nemendur í EÐL2A05 sýndu mikla hæfni á dögunum þegar þeir reiknuðu feril kúlu sem rennt var niður skáhallandi braut og fram af brún. Öllum þremur hópunum sem nemendum áfangans var skipt í tókst að reikna braut kúlunnar það nákvæmlega að hún lenti í litlu glasi á gólfinu í fyrstu tilraun.
Lesa meira

Hattur er höfuðprýði

Nemendaráð hefur skipulagt sérstaka uppákomu í tilefni þess að fyrri hluta annarinnar er að ljúka. Hattadagur verður í skólanum á morgun. Nemendaráð hvetur alla til að koma með hatt á höfði í skólann og bera hann fram eftir degi. Dómnefnd tekur til starfa strax upp úr klukkan átta og starfar fram að hádegi. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta hattinn. Nemendaráð hvetur alla, nemendur og starfsmenn, til að lífga upp á tilveruna og bera hatt á höfði á morgun.
Lesa meira

Bætum heilsuna

Menntaskólinn á Tröllaskaga verður formlega lýstur heilsueflandi framhaldsskóli á mánudag. Fáni verkefnisins verður dreginn að hún við skólann í fyrsta sinn, afhjúpað verður skilti um heilsueflinguna á skólalóðinni og fleira gert til að marka tímamótin. Markmiðið verkefnisins er að vinna markvisst að velferð og góðri heilsu nemenda í framhaldsskólum. Rannsóknir hafa sýnt að árangur nemenda er betri ef umhverfi þeirra er heilsueflandi. Svo líður þeim líka betur.
Lesa meira

Sérfræðingur í innra mati skóla

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari MTR hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu, MPA, frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um innra mat skóla. Í umsögn segir að mikil þörf hafi verið á athugun sem þessari og framkvæmd hennar hafi verið til fyrirmyndar. Verkefnið geti nýst vel við þróun innra mats í framhaldsskólum
Lesa meira