Fréttir

Miðannarvika

Skráning hefst miðvikudaginn 13.02.2013 kl. 10:55 Kúrsar í boði –
Lesa meira

Norðurljósamyndataka

Nemendur eru duglegir að fara vítt og breitt í listljósmyndun. Auk þess að taka myndir í tengslum við verkefni sín hittast þau oft til að mynda norðurljós á kvöldin og stundum langt frameftir. Á sunnudagskvöldið gafst kjörið tækifæri, góð norðurljós, ylur í lofti og gaman að mynda. Hér er Hrönn Helgadóttir nemandi skólans við norðurljósamyndatöku á sjávarbakkanum við Ósbrekkusand.
Lesa meira

Aflið í heimsókn

ATH Aflið kemur í skólann 20. febrúar. Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem Nemendafélagið Trölli hefur fengið til að vera með fyrirlestur í skólanum. Hann verður miðvikudaginn 20. febrúar í fundatímanum kl. 11-12 í Bókasafninu. Tugir fólks sem beitt hefur verið ofbeldi leitar aðstoðar hjá Aflinu á hverju ári. Í skýrslu samtakanna kemur fram að árið 2011 hafi leitað þangað 14 konur, 12 karlmenn og 33 aðstandendur. Trölli hvetur alla nemendur til að koma á fyrirlesturinn og kynna sér málið.
Lesa meira

Togveiðar

Nemendur í Tröllaskagaáfanga nutu fræðslu tveggja togarasjómanna á föstudag. Andri Viðar Víglundsson, vinnslustjóri á Kleifabergi RE og Rögnvaldur Jónsson 2. stýrimaður á sama skipi greindu frá því hvernig togveiðar fara fram. Þeir sögðu frá skipulagi vinnunnar um borð, hvernig ákveðið væri hvaða tegundir ætti að veiða og hvernig veiðarfærið troll virkar.
Lesa meira

Kolvetnaríkir heilusbitar

Nemendur í næringarfræði 2A gerðu graut úr byggi með eplum og kanel, möndlustykki og hafra-músli-köku. Markmiðið með gerð þessarra rétta var að læra að búa til holla og kolvetnaríka orkubita á einfaldan hátt. Nemendum í áfanganum smökkuðust kræsingarnar misvel en afgangurinn endaði á kennarastofunni og þótti góður.
Lesa meira

Íþróttaþjálfun

Brynja Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Gestsdóttir eru í hópi nemenda í áfanganum barna- og unglingaþjálfun. Menntaskólanemarnir þjálfa nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögum. Brynja og Guðrún Ósk segja að það sé lærdómsríkt að umgangast litla krakka og læra að halda uppi aga í tímum með þe
Lesa meira

Útivist í Fljótum

Nemendur í útivistaráfanga dvöldu á Bjarnargili í Fljótum í tvo sólarhringa um helgina. Markmið ferðarinnar var að nota nærumhverfið til að læra að ferðast í hópi og njóta útivistar. Ásdís Sigurðardóttir, kennari segir það hafi tekist ágætlega og nemendur verið mjög ánægðir með ferðina.
Lesa meira

Fjöldi nemenda

Heildarnemendafjöldi Menntaskólans er núna 176. Staðnemar, þeir sem sækja kennslustundir í skólanum, eru 142 en fjarnemer eru 34. Staðnemar eru nokkru fleiri en þeir voru á haustönn en fjarnemar eru aftur á móti heldur færri. Af fjarnemunum núna eru fjórtán sem taka einn eða tvo áfanga samhliða síðasta bekk í grunnskóla. Fjölmennustu brautirnar eru félags- og hugvísindabraut og listabraut.
Lesa meira

Grænmentis Lasagna

Gulrætur, paprika og laukur eru meðal hráefna í hollusturétti vikunnar frá nemendum í næringarfræði 3A. Uppskriftin kemur að þessu sinni frá Guðrúnu Ósk Gestsdóttur. Hún er ekki flókin. Í henni eru ostur, kotasæla og egg auk pasta og kryddjurta. Uppgefin orka í réttinum er 5915 kílókaloríur. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að reyna réttinn.
Lesa meira

Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2013

Framundan er innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur í framhaldsskólum. Innritunartímabilið verður 1. febrúar til og með 28. febrúar 2013. Foreldrar/forráðamenn og nemendur eru hvattir til að koma í skólann og ræða við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur sem sér um starfsbrautina í MTR óski þeir eftir upplýsingum eða aðstoð. Beinn sími hennar er: 460-4243 og tölvupóstur bjarkey@mtr.is
Lesa meira