Fréttir

Alexía á Ólympíuhátíð

Alexía María Gestsdóttir, nemandi á náttúruvísindabraut, keppir í alpagreinum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu í febrúar. Alexía æfir á Dalvík og er Björgvin Hjörleifsson þjálfari hennar. Hún hefur yfirleitt verið best í svigi og stórsvigi í sínum aldursflokki í Ólafsfirði. Alexía segist þurfa að fara að setja allt á fullt í æfingunum en hún fór í aðgerð á hné í haust og er ekki alveg búin að ná sér. Tólf íslenskir unglingar, fæddir 1995 og 1996 fara til keppni í Brasov, sex stúlkur og sex strákar. Átta keppa í alpagreinum en fjórir í göngu.
Lesa meira

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í heimsókn

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom í skólann í gær ásamt sveitarstjóra sínum Guðnýju Sverrisdóttur. Grýtubakkahreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem stendur dyggilega að baki skólanum og sérstaklega ánægjulegt að fá þau í heimsókn. Skoðuðu þau skólann, fræddust um uppbygginu hans og starfsemi hjá skólameistara. Sýndu þau skólanum sínum mikinn áhuga og fóru ánægð heim í sína fallegu sveit.
Lesa meira

Umsóknir um nám

Opið er fyrir umsóknir um nám við skólann til 12. desember, sótt er um í gegnum vefinn http://menntagatt.is/. Smellið á Lesa meira til að sjá áfanga í boði
Lesa meira

Fjarnám á næstu önn

Hægt er að stunda fjarnám við Menntaskólann á Tröllaskaga á næstu önn í ýmsum áföngum, upplýsingar má finna undir Námið eða með því að smella á Lesa meira
Lesa meira

Töfrar tunglsins

Lífsorkan ólgar í Ólafsfirði þegar fullur máninn sáldrar silfri á fjöllin. Sumir trúa því að tíðni fæðinga, slysa og ofbeldis aukist á fullu tungli en líklega eru það hindurvitni. Hins vegar stendur fullt tungl fyrir það að ljúka hlutum og núna styttist í að við ljúkum haustönninni.
Lesa meira

Snjóalög

Snjó hefur kyngt niður í Ólafsfirði síðustu daga. Útikennslustofan þar sem nemendur æfðu sig í impressioniskri sköpun fyrir tveimur vikum er komin á kaf og ekki dygði neinn smámokstur til að koma henni aftur í gagnið. En snjóalögin geta tekið á sig listræn form og spurning hvort nemendur á listabraut geta nýtt sér þau til frjórrar sköpunar.
Lesa meira

Björgunarnám í MTR

Ákveðið hefur verið að kenna grunnþjálfun björgunarmanna á vorönn í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu og Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarmaður 1 er áfanginn sem menn fá út úr þessu námi. Kennarar verða leiðbeinendur Björgunarskólans, flestir af Norðurlandi. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari mun sjá um skipulag námsins innan skólans.
Lesa meira

Tökur hafnar

Starfsbrautarnemendur hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur.
Lesa meira

Menningar- og listaferð

Nemendur í Inngangi að listum lærðu margt í menningar- og listaferð sinni til Akureyrar í gær. Nemendur skoðuðu hvern krók og kima í Listagilinu. Fyrsti viðkomustaður var Ketilhúsið þar sem stendur yfir sýningin Ars Borealis. Hún veitir innsýn í líf á norðurslóðum fyrr og nú.
Lesa meira

Breyttur skólaakstur næstu daga

Vegna þess að engin kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar verður akstur á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með breytt sniði til og með þriðjudagsins 20. nóvember, hægt er að sjá aksturstöfluna með því að smella á Lesa meira
Lesa meira