Fréttir

Töfrar tunglsins

Lífsorkan ólgar í Ólafsfirði þegar fullur máninn sáldrar silfri á fjöllin. Sumir trúa því að tíðni fæðinga, slysa og ofbeldis aukist á fullu tungli en líklega eru það hindurvitni. Hins vegar stendur fullt tungl fyrir það að ljúka hlutum og núna styttist í að við ljúkum haustönninni.
Lesa meira

Snjóalög

Snjó hefur kyngt niður í Ólafsfirði síðustu daga. Útikennslustofan þar sem nemendur æfðu sig í impressioniskri sköpun fyrir tveimur vikum er komin á kaf og ekki dygði neinn smámokstur til að koma henni aftur í gagnið. En snjóalögin geta tekið á sig listræn form og spurning hvort nemendur á listabraut geta nýtt sér þau til frjórrar sköpunar.
Lesa meira

Björgunarnám í MTR

Ákveðið hefur verið að kenna grunnþjálfun björgunarmanna á vorönn í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu og Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarmaður 1 er áfanginn sem menn fá út úr þessu námi. Kennarar verða leiðbeinendur Björgunarskólans, flestir af Norðurlandi. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari mun sjá um skipulag námsins innan skólans.
Lesa meira

Tökur hafnar

Starfsbrautarnemendur hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur.
Lesa meira

Menningar- og listaferð

Nemendur í Inngangi að listum lærðu margt í menningar- og listaferð sinni til Akureyrar í gær. Nemendur skoðuðu hvern krók og kima í Listagilinu. Fyrsti viðkomustaður var Ketilhúsið þar sem stendur yfir sýningin Ars Borealis. Hún veitir innsýn í líf á norðurslóðum fyrr og nú.
Lesa meira

Breyttur skólaakstur næstu daga

Vegna þess að engin kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar verður akstur á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með breytt sniði til og með þriðjudagsins 20. nóvember, hægt er að sjá aksturstöfluna með því að smella á Lesa meira
Lesa meira

Unnið í óveðrinu

Skólaakstur féll niður í dag vegna óveðurs og flestir nemendur eru væntanlega heima hjá sér að læra. Einn og einn hefur þó komið í skólann og sinnt námi þar. Ástþór Árnason kom til dæmis eftir hádegið og lærði íslensku og Hrönn Helgadóttir lét sig hafa það að fara út og mála impressioniskt verk á skólalóðinni þrátt fyrir óhagstætt verður.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag - nemendur læra heima

Fjallabyggð og Dalvík hafa fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag höfum við ákveðið að fella niður kennslu en nemendur læra sjálfstætt skv. áætlun og upplýsingum í kennslukerfinu Moodle. Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim
Lesa meira

Skuggasköpun

Nemendur listnámsbrautar opna á morgun föstudag sýningu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Sýndur verður afrakstur verkefnis þar sem unnið var með þemað “skuggar”. Sýningin verður opnuð klukkan sextán á morgun og verður opin til 18. nóvember. Allir eru velkomnir á meðan Berg er opið.
Lesa meira

Stöðupróf

Hægt er að taka stöðupóf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember og byrjun desember.
Lesa meira