Fréttir

Skólaakstur í vetur

Áætlunin fyrir skólaakstur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er frágengin og nemendur þurfa að sækja um rútukort í skólanum. Áætlun fyrir akstur milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er tímabundin þangað til Grunnskóli Fjallabyggðar hefst.
Lesa meira

Skólasetning

Skólinn verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:30 í Tjarnarborg, skólaakstur kl 9:00 frá N1 Dalvík og Torginu Siglufirði
Lesa meira

Fisktæknibraut í boði

Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið 2012. Áhersla verður lögð á íslenskan sjávarútveg sem eina af undirstöðu atvinnugreinum Íslendinga og mikilvægan þátt í menningu okkar og arfleið. Í náminu verður auk kjarnagreina boðið upp á áfanga í sjávarútvegsfræðum, vinnuvistfræði, námstækni, fiskvinnslu og rekstri fiskvinnslufyrirtækja.
Lesa meira

Komin til starfa eftir sumarfrí

Nú eru starfsmenn að byrja að koma eftir sumarfrí og skrifstofa skólans opin frá 08:00 - 16:00.
Lesa meira

Vegna námsáfanga

Nokkrir hafa spurst fyrir um hvort þeir komist í námshópa sem eru fullir. Á þriðjudaginn munum við taka út þá nemendur sem ekki hafa greitt skólagjöldin og þá er möguleiki á að komast í þessa hópa. Nemendur sjá í Innu hvaða áfanga þeir eru skráðir í en geta breytt þegar skóli hefst.
Lesa meira

Sumarleyfi til 7. ágúst

Nú er starfsfólk skólans komið í sumarleyfi og síma verður svarað stopult eða ekki. Þeir sem þurfa að ná samband geta sent póst á mtr@mtr.is Starfsfólk kemur til baka 7. ágúst en skóli hefst 22. ágúst.
Lesa meira

Fjarmenntaskólinn stofnaður

Frá og með haustönn 2012 verður hægt að stunda nám í umhverfis- og auðlindafræði á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn hér á landi. Menntaskólinn á Tröllaskaga er einn fjögurra framhaldsskóla sem stendur að nýrri umhverfis- og auðlindabraut og samstarfsverkefni um fjarmenntaskólann.is. Um er að ræða fjarnám til stúdentsprófs sem nemendur geta stundað hvar sem þeir eru búsettir.
Lesa meira

57 nýir umsækjendur

Nú hafa 57 sótt um skólavist næsta vetur en auk þess eru nokkrir nemendur úr 10. bekk með skólann sem sitt annað val. Umsóknir fara í ákveðið ferli sem skilgreint er af mennta- og menningarmálaráðuneyti í reglugerð. Gera má ráð fyrir að hluti þeirra sem sækir um nám skili sér síðan ekki í haust þannig að umsóknartalan segir ekki allt um nemendafjölda næsta vetur.
Lesa meira

Góð gjöf til MTR

Brynhildur Briem hefur fært skólanum veglega bókagjöf. Þar er um að ræða Íslendingasögurnar í tólf bindum auk nafnaskrár, Riddarasögur í sex bindum, Karlamagnússögu og fleiri perlur fornbókmennta okkar. Bækurnar munu án efa nýtast vel nemendum og kennurum í íslensku og kann skólinn Brynhildi bestu þakkir fyrir góða gjöf.
Lesa meira

Tólf brautskráðir frá MTR

Bjartsýni og gleði einkenndi útskriftarathöfn Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfjarðarkirkju í morgun. Tólf nemendur brautskráðust, ellefu stúdentar og fyrsti nemandinn sem lýkur námi á starfsbraut.
Lesa meira