24.09.2012
Nemendur í listasögu vinna þessa dagana saman að gerð loftmyndar í anddyri skólans. Hópurinn ætlar að endurgera með sínum hætti eitt frægasta verk listasögunnar - loft sixtínsku kapellurnar eftir Michaelangelo, einn helsta meistara endurreisnartímans.
Lesa meira
24.09.2012
Síðdegis á þriðjudaginn býður Sparisjóðurinn ykkur á fræðslufund á vegum Arionbanka á Akureyri
Jón Jónsson, hagfræðingur og tónlistarmaður fræðir fólk á framhaldsskólaaldri um fjármál. Hann fer meðal annars yfir hvað það þýðir að verða fjárráða og hvernig peningar virka.
Lesa meira
21.09.2012
Hamingjan er þema dagsins í félagsfræði á starfsbraut á föstudögum. Anna Lena Victorsdóttir nemandi skólans var gestafyrirlesari í dag. Hún er frá Hólmavík og sagði frá bæjarhátíðinni sinni, Hamingjudögum á Hólmavík. Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júlí á hverju ári síðan 2005.
Lesa meira
21.09.2012
Lýsingar og skráningablöð eru í afgreiðslu, allir nemendur skrái sig í einn áfanga. Ekki er hægt að fá frí þessa viku. Nemendur með frjálsa mætingu eru beðnir að hafa samband við áfangastjóra ef þeir eiga erfitt með að mæta í allar kennslustundir í þeim áfanga sem þau eru í.
Lesa meira
19.09.2012
Í Ólafsfirði er Bað- og sjósundfélag Ólafsfjarðar en íbúar í Fjallabyggð hafa verið duglegir að skella sér í sjóinn og synda bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Nokkrir nemendur hafa verið að synda en einnig er Bergþór Morthens listakennari iðinn við að kafa öldur í sjósundi.
Lesa meira
19.09.2012
Menntamálaráðuneytið hefur veitt Menntaskólanum á Tröllaskaga og tveimur öðrum skólum styrk til að þróa nám í fisktækni. MTR sótti ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um styrk til að efla starfsmenntun. Árangurinn er fjórar og hálf milljón króna.
Lesa meira
18.09.2012
Aðal miðlari (server) skólans bilaði í dag, viðgerð stendur yfir. Á meðan er ekki hægt að komast í Moodle.
Bilunin reyndist vera í hitamæli miðlarans sem gert var við og kom tölvukerfið aftur upp í fulla virkni rétt fyrir miðnætti.
Lesa meira
17.09.2012
Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru 178. Þar af er 51 nýnemi sem er staðnemi. Þá eru ekki meðtaldir nýnemar sem eru í fjarnámi. Nýnemunum Þórdísi Rögnvaldsdóttur og Alexíu Maríu Gestsdóttur líst vel á skólavistina.
Lesa meira
12.09.2012
Helen Meyers, stuðningsfulltrúi fagnar 50 ára afmæli í dag og nemendur á starfsbraut hafa fagnað með henni og lagt sig fram við að gera henni glaðan dag. Þau kölluðu hana 50 ára gelluna sína og gáfu henni meðal annars myndverk og ljóð
Lesa meira
11.09.2012
Nemendaráð MTR heldur kvöldskemmtun í skólanum, miðvikudagskvöldið 12. september, kl. 20-22:30. Skemmtunin fer fram í húsi skólans og verður meðal annars boðið upp á Fifa tölvuspil og borðspil fyrir þá sem það kjósa. Sýnd verður kvikmynd og veitingar verða í boði nemendafélagsins. Ferðir verða frá Dalvík og Siglufirði. Nemendafélagið Trölli vonar að sem flestir mæti og njóti samverunnar þessa kvöldstund.
Lesa meira