Nýnemar í MTR

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru 178. Þar af er 51 nýnemi sem er staðnemi. Þá eru ekki meðtaldir nýnemar sem eru í fjarnámi. Nýnemunum Þórdísi Rögnvaldsdóttur og Alexíu Maríu Gestsdóttur líst vel á skólavistina.

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru 178. Þar af er 51 nýnemi í staðnámi. Þá eru ekki meðtaldir nýnemar sem eru í fjarnámi. Nýnemunum Þórdísi Rögnvaldsdóttur og Alexíu Maríu Gestsdóttur líst vel á skólavistina. Alexía María er sextán ára og býr í Ólafsfirði. Hún var áður í Grunnskólanum í Fjallabyggð. Hún er á náttúrufræðibraut og stefnir á að klára á þremur árum. Hún valdi MTR vegna þess að henni finnst þægilegt að skólinn sé í heimabyggð og að hún geti bara labbað í skólann. Henni finnst það besta við skólann að hann sé ódýr og henni finnst kerfið í honum mjög þægilegt. Þórdís er líka sextán ára nýnemi en býr á Dalvík. Hún kemur í skólann með rútu og segir að það sé mjög þægilegt og ódýrt. Hún er á félags- og hugvísindabraut. Þórdís stefnir að því að útskrifast eftir fjögur ár. Henni finnst mjög fínt að vera í MTR og segir að það besta við skólann sé að það eru engin lokapróf.

 Textahöfundur: Guðbjörg Ýr Víðisdóttir