Sixtínska í MTR!

Nemendur í listasögu vinna þessa dagana saman að gerð loftmyndar í anddyri skólans. Hópurinn ætlar að endurgera með sínum hætti eitt frægasta verk listasögunnar - loft sixtínsku kapellurnar eftir Michaelangelo, einn helsta meistara endurreisnartímans.

Nemendur í listasögu vinna þessa dagana saman að gerð loftmyndar í anddyri skólans. Hópurinn ætlar að endurgera með sínum hætti eitt frægasta verk listasögunnar - loft sixtínsku kapellurnar eftir Michaelangelo, einn helsta meistara endurreisnartímans.
Sixtínska kapellan líkist stórum og hátimbruðum ráðsefnusal með grunnri hvelfingu. Hún er í Vatíkaninu í Róm og var byggð á árunum 1475-1481. Verk nemenda MTR er í níu hlutum og rekur sköpunarsöguna og syndaflóðið. Nemendur vinna verkið á sinn hátt og hafa frelsi til túlkunar en fylgja myndbyggingu og sömu uppsetningu og Michaelangelo.