19.10.2012
Gestir í Tjarnarborg nutu síðdegis í gær ávaxtanna af starfi nemenda í tónlistarbúðum og við skapandi skrif í þemavikunni. Fjórir hópar fluttu tónlistaratriði, samtals níu lög, allt frá ljúfum söngdúett til hávaðasams þungarokks. Fjögur ólík atriði komu frá hópnum sem lagði stund á skapandi skrif.
Lesa meira
19.10.2012
Nemendur í íþróttahópi þemavikunnar unnu þrekvirki í gær og komu sumir sjálfum sér á óvart. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari, skipulagði reiðhjólaferð frá Ólafsfirði yfir Lágheiði, um Ketilás til Siglufjarðar og þaðan í gegn um göngin til Ólafsfjarðar. Þátttaka var góð og almenn ánægja með ferðina er heim var komið.
Lesa meira
18.10.2012
Nemendur í sjávarútvegsfræði fóru í hvalaskoðun í gær frá Dalvík með Önnu Maríu kennara sínum. Nemendur í heimildaljósmyndun slógust með í för og tóku myndir í ferðinni.
Lesa meira
17.10.2012
Fimmtudaginn 18. október klukkan 18:00 verður skemmtun í Tjarnarborg þar sem nemendur skólans sýna afraksturinn úr tónlistarbúðum og námi í skapandi skrifum. Nú er um að gera að sjá okkar skapandi fólk! Nokkrar hljómsveitir, skáld og fleiri! Nokkuð sem enginn má missa af. Komið hlustið og njótið - frítt inn!
Lesa meira
16.10.2012
Nokkrir nemendur reyndu fyrir sér á brimbretti. Allir náðu fínum öldum náðu að láta sig renna á öldunni upp í fjöru.
Vinsældir sjósunds fara vaxandi í Ólafsfirði enda ekki ósjaldan að hitastigið í sjónum er hærra en lofthitinn.
Lesa meira
15.10.2012
Nemendur í sjávarútvegsfræði krufðu fiska í dag. Ilmur af fiskum fór um alla ganga og torkennilegustu kvikindi birtust upp úr stóru fiskkari. Allt var vandlega skoðað og ýmislegt óvænt kom innan úr fiskunum. Nemendur í frétta- og heimildaljósmyndun skrásettu viðburði.
Lesa meira
12.10.2012
Stráhattar, vefjarhettir, sólhattar, flókahattar, kúrekahattar, dömuhattar, gagsterahattar, tyrkneskir hattar, Bogart-hattar, sixpensarar og derhúfur skreyttu höfuð nemenda og starfsmanna menntaskólans í dag.
Dómnefnd var vandi á höndum að velja vinningshafa en niðurstaðan var að Andri Mar Flosason fékk verðlaun dagsins fyrir nornahatt með rottu sem þótti sérlega frumlegur.
Lesa meira
12.10.2012
Nemendur í áfanganum hetjur og skúrkar kynntu verkefni sín í myndum og máli í morgun. Verkefnið er að semja sögu og myndskreyta þar sem reynt er að fylgja 12 skrefunum á ferðalagi hetjunnar sem byggir á kenningum Joseph Campell og komu fyrst fram í bók hans Hetjan með þúsund andlit.
Einn skreytti frásögn sína með myndbandi en flestir með teikningum og/eða myndum.
Lesa meira
12.10.2012
Íslensku fréttamiðlarnir eru mest með sömu fréttirnar og efnistökin eru oft lík. Fréttamenn dagblaða og útvarpsstöðva gætu nýtt möguleika miðla sinna betur til að gera fréttaefni lifandi, skýra það og sýna mismunandi hliðar. Sjónvarpsmenn virðast nýta möguleika þess miðils betur.
Lesa meira
12.10.2012
Nemendur í EÐL2A05 sýndu mikla hæfni á dögunum þegar þeir reiknuðu feril kúlu sem rennt var niður skáhallandi braut og fram af brún. Öllum þremur hópunum sem nemendum áfangans var skipt í tókst að reikna braut kúlunnar það nákvæmlega að hún lenti í litlu glasi á gólfinu í fyrstu tilraun.
Lesa meira