30.08.2012
Menntaskólinn á Tröllaskaga og Háskólinn á Akureyri ætla að vinna saman að því að bæta menntun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. Markmið samstarfsins er að þróa áfram nýtt nám Menntaskólans í fisktækni og uppfylla þannig þarfir atvinnugreinarinnar fyrir vel menntað starfsfólk. Námið á einnig að veita nemendum mikla möguleika á persónulegri starfsþróun og opna þeim ný tækifæri.
Lesa meira
30.08.2012
Laus eru tvö sæti í Ungmennaráði Fjallabyggðar. Óskað er eftir framboðum frá einstaklingum á aldrinum 16-25 ára sem stunda nám við Menntaskólann á Tröllaskaga. Skólinn á tvo fulltrúa í ráðinu. Nemendum er bent á að gerast vinir Nemendafélagsins á Facebook til að fylgjast því sem er að gerast.
Lesa meira
30.08.2012
Á morgun verður hinn árlegi nýnemadagur haldin hátíðlegur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Allir nemendur mæta í tíma samkvæmt stundaskrá en klukkan 12:40 er verður haldið upp í íþróttahús og eru allir hvattir til að mæta og hafa gaman af.
Lesa meira
22.08.2012
Félagslíf nemenda var í forgrunni fyrsta skóladaginn. Meira en eitt hundrað nemendur köstuðu sér í hugmyndavinnu um félagslífið eftir að hafa hlýtt á setningarræðu skólameistara. Ásdís Sigurðardóttir stýrir þessu starfi og ætlar að vera nemendum til aðstoðar í vetur við að koma á og viðhalda því tómstunda- og félagsstarfi, auk skemmtana, sem nemendur vilja skipuleggja og taka þátt í.
Lesa meira
19.08.2012
Verkefnatíma vantar inn í stundatöflu sumra nemenda, þeir verða komnir inn á morgun.
Lesa meira
19.08.2012
Skólinn verður lokaður vegna ferðar starfsmanna.
Lesa meira
17.08.2012
Nýnemar:
1. Til þess að nálgast stundatöfluna þína ferð þú inn á heimasíðu skólans http://www.mtr.is og ofarlega til hægri finnur þú Inna - þar smellir þú á Nemendur
2. Nú ert þú komin/n á innskráningarsíðu Innu. Þú slærð inn kennitölu þína, smellir á Sækja lykilorð fyrir neðan.
3. Þá færð þú lykilorð og notendanafn sent á netfangið sem skráð var í Innu við innritun. Ef netfang vantar eða það hefur breyst sendir þú póst ávilla@mtr.is þar sem fram kemur nafn eða kennitala og rétt netfang. Síðan getur þú reynt að fara inn aftur að einni til tveimur klukkustundum liðnum.
4. Þegar þú hefur fengið lykilorð ferð þú aftur á heimasíðu MTR og smellir aftur á Inna Nemendur - og skráir þig inn. Þá birtist stundataflan þín.
Eldri nemar:
Eldri nemendur skrá sig á Innu eins og þeir hafa gert áður.
Lesa meira
14.08.2012
Áætlunin fyrir skólaakstur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er frágengin og nemendur þurfa að sækja um rútukort í skólanum. Áætlun fyrir akstur milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er tímabundin þangað til Grunnskóli Fjallabyggðar hefst.
Lesa meira
14.08.2012
Skólinn verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:30 í Tjarnarborg, skólaakstur kl 9:00 frá N1 Dalvík og Torginu Siglufirði
Lesa meira
08.08.2012
Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið 2012.
Áhersla verður lögð á íslenskan sjávarútveg sem eina af undirstöðu atvinnugreinum Íslendinga og mikilvægan þátt í menningu okkar og arfleið. Í náminu verður auk kjarnagreina boðið upp á áfanga í sjávarútvegsfræðum, vinnuvistfræði, námstækni, fiskvinnslu og rekstri fiskvinnslufyrirtækja.
Lesa meira