Þrekraun á hjóli

Nemendur í íþróttahópi þemavikunnar unnu þrekvirki í gær og komu sumir sjálfum sér á óvart. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari, skipulagði reiðhjólaferð frá Ólafsfirði yfir Lágheiði, um Ketilás til Siglufjarðar og þaðan í gegn um göngin til Ólafsfjarðar. Þátttaka var góð og almenn ánægja með ferðina er heim var komið.

Nemendur í íþróttahópi þemavikunnar unnu þrekvirki í gær og komu sumir sjálfum sér á óvart. Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari, skipulagði reiðhjólaferð frá Ólafsfirði yfir Lágheiði, um Ketilás til Siglufjarðar og þaðan í gegn um göngin til Ólafsfjarðar. Þátttaka var góð og almenn ánægja með ferðina er heim var komið. Sextán lögðu af stað í morgunsárið frá Ólafsfirði, flestir hjóluðu til Siglufjarðar 63 kílómetra, en tveir lokuðu hringnum og hjóluðu samtals 80 kílómetra. Það voru þær Hugrún Pála Birnisdóttir 16 ára og Ólöf Þóra Tómasdóttir 15 ára sem hjóluðu lengst. Snjór var efst á Lágheiði en að öðru leyti var vegurinn auður og veður var gott. Ferðin reyndi mjög á einbeitingu og úthald en flestum þótti hún skemmtileg, segir Ásdís. Gísli Kristinsson fylgdi hópnum á pallbíl og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Myndir