Glæsileg uppskeruhátíð

Gestir í Tjarnarborg nutu síðdegis í gær ávaxtanna af starfi nemenda í tónlistarbúðum og við skapandi skrif í þemavikunni. Fjórir hópar fluttu tónlistaratriði, samtals níu lög, allt frá ljúfum söngdúett til hávaðasams þungarokks. Fjögur ólík atriði komu frá hópnum sem lagði stund á skapandi skrif.

Gestir í Tjarnarborg nutu síðdegis í gær ávaxtanna af starfi nemenda í tónlistarbúðum og við skapandi skrif í þemavikunni. Fjórir hópar fluttu tónlistaratriði, samtals níu lög, allt frá ljúfum söngdúett til hávaðasams þungarokks. Fjögur ólík atriði komu frá hópnum sem lagði stund á skapandi skrif. Íbúar svæðisins fylltu Tjarnarborg og fögnuðu atriðunum einlæglega. Leiðbeinendur í tónlistinni voru Katrín Ýr Óskarsdóttir, söngkona og tónlistarkennari sem kom frá London til að starfa með nemendum í þemavikunni og Gunnar Smári Helgason, hljóðmaður frá Siglufirði. Björg Árnadóttir leiðbeindi tíu manna hópi við skipandi skrif en í tónlistarbúðunum voru 25 nemendur. Myndir