11.09.2012
Tjón hefur orðið af vatni í húsum Menntaskólans og Grunnskólans í Ólafsfirði eftir úrhellið í gær og nótt. Síðan í gærkvöldi er Slökkviliðið búið að dæla um 400 tonnum af vatni upp úr kjallara MTR.
Gísli Kristinsson, húsvörður segir að nokkurt tjón hafi orðið en það sé ekki fullkannað.
Lesa meira
07.09.2012
Aðalfundur Foreldrafélags MTR var haldinn í framhaldi af kynningarfundi með forráðamönnum nýnema. Tvö sæti voru laus í átta manna stjórn og varastjórn félagsins. Nýju fulltrúarnir koma báðir frá Dalvík, Hólmfríður Skúladóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, sem er varamaður. Þetta er vel við hæfi þar sem nemendum frá Dalvík hefur fjölgað mikið frá fyrra skólaári. Aðrir aðalfulltrúar eru Sigríður Karlsdóttir, formaður, Björg Traustadóttir, Guðný Róbertsdóttir og Sóley Reynisdóttir.
Lesa meira
06.09.2012
Nýr búnaður var tekinn í notkun í efna- og eðlisfræðistofu skólans í vikunni. Nemendur í eðlisfræði, sautján manna hópur, notar þessi tæki til að læra undirstöðuatriði hreyfifræðinnar. Hún fjallar um hraða, hreyfingar og stefnu hluta, segir Óliver Hilmarsson, eðlisfræðikennari.
Lesa meira
05.09.2012
Ný stjórn Nemendafélagsins Trölla tekur við í dag. Kosningar sem áttu að vera 12. september eru óþarfar. Aðeins barst eitt framboð í hvert þeirra embætta sem laus voru. Þeir sem buðu sig fram eru því sjálfkjörnir. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson tekur við formennsku af Lindu Ósk Birgisdóttur.
Lesa meira
04.09.2012
Fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema verður haldinn fimmtudaginn 6. september n.k. kl. 17:30 í húsnæði skólans. Fundurinn hefst á ávarpi skólameistara. Aðstoðarskólameistari kynnir uppbyggingu náms við skólann og sýnir notkun á nemendaumsjónarkerfinu INNU og námsvefnum MOODLE. Námsráðgjafi kynnir stoðkerfi skólans og fer yfir mikilvægi samstarfs heimila og skóla og umsjónarkennarar nýnema kynna sig. Fulltrúar úr nemendaráði koma einnig á fundinn, kynna sig og segja frá félagslífinu við skólann.
Fulltrúar úr stjórn Foreldrafélags MTR kynna félagið og halda aðalfund sinn í beinu framhaldi af fundi skólans
Lesa meira
04.09.2012
Nú þegar skólinn er genginn í garð heldur frú Björg Traustadóttir áfram að berjast við tóbaksdjöfulinn innan veggja skólans. Björg er ræstirtæknir skólans, sér um bókasafnið og ýmiss skrifstofustörf. Tóbakstríð Bjargar hófst vegna þess að vaskanir voru óþrifalegir eftir að ýmsir tóbaksnotendur höfðu ekki þrifið vaskana eftir sig eftir að þeir höfðu losað úr vörinni í þá.
Lesa meira
30.08.2012
Menntaskólinn á Tröllaskaga og Háskólinn á Akureyri ætla að vinna saman að því að bæta menntun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. Markmið samstarfsins er að þróa áfram nýtt nám Menntaskólans í fisktækni og uppfylla þannig þarfir atvinnugreinarinnar fyrir vel menntað starfsfólk. Námið á einnig að veita nemendum mikla möguleika á persónulegri starfsþróun og opna þeim ný tækifæri.
Lesa meira
30.08.2012
Laus eru tvö sæti í Ungmennaráði Fjallabyggðar. Óskað er eftir framboðum frá einstaklingum á aldrinum 16-25 ára sem stunda nám við Menntaskólann á Tröllaskaga. Skólinn á tvo fulltrúa í ráðinu. Nemendum er bent á að gerast vinir Nemendafélagsins á Facebook til að fylgjast því sem er að gerast.
Lesa meira
30.08.2012
Á morgun verður hinn árlegi nýnemadagur haldin hátíðlegur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Allir nemendur mæta í tíma samkvæmt stundaskrá en klukkan 12:40 er verður haldið upp í íþróttahús og eru allir hvattir til að mæta og hafa gaman af.
Lesa meira
22.08.2012
Félagslíf nemenda var í forgrunni fyrsta skóladaginn. Meira en eitt hundrað nemendur köstuðu sér í hugmyndavinnu um félagslífið eftir að hafa hlýtt á setningarræðu skólameistara. Ásdís Sigurðardóttir stýrir þessu starfi og ætlar að vera nemendum til aðstoðar í vetur við að koma á og viðhalda því tómstunda- og félagsstarfi, auk skemmtana, sem nemendur vilja skipuleggja og taka þátt í.
Lesa meira