24.04.2012
Stór hópur nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga tók í morgun á móti Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda karlakórs Fjallabræðra í anddyri MTR. Hljóðritun á söng hópsins verður notuð í viðlagi lagsins Ísland sem karlakórinn ætlar að hljóðrita og gefa út á næstunni. Þegar hefur verið tekinn upp söngur margra hópa á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Viðstaddir í MTR í morgun fengu að heyra í Siglfirðingum og Skagfirðingum. Markmiðið er að hljóðrita þrjátíu þúsund raddir í viðlagið.
Lesa meira
23.04.2012
Þriðjudaginn 24. apríl kl. 11:30 til að taka upp raddir hér en verkefninu lýsa þeir svohljóðandi:
Stóra hugmyndin er sú að ná 30.000 röddum til þess að syngja inn á lag sem Fjallabræður eru að gera sem ber hið lágstemmda nafn Ísland. :-)
Til þess að það sé hægt hefur Halldór Gunnar Pálsson, Kórstjóri Fjallabræðra, lagt upp í ferðalag í flesta bæji og öll sveitarfélög á landinu.
Nú þegar er hann búinn að fara alla Vestfirði og Austfirði og hluta af Norðurlandi. Komnar eru um 2.600
Lesa meira
21.04.2012
Föstudaginn 20. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í fimmtán ár.
Í fyrsta sæti var Hákon Ingi Stefánsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Valdimar Daðason, Dalvíkurskóla og í þriðja sæti var Ásdís Birta Árnadóttir, Höfðaskóla. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í 15. mars og tóku 115 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina.
Lesa meira
20.04.2012
Í morgun sóttu okkur heim góðir gestir. Annars vegar var um að ræða hóp kennara og starfsmanna frá Menntaskólanum á Laugarvatni og hins vegar kennarahóp frá Oddeyrarskóla á Akureyri. Það er alltaf ánægjulegt að fá að kynna og sýna gestum skólann okkar. Þökkum við þessum góðu gestum komuna.
Lesa meira
17.04.2012
Nemendur í Úrgangslist á Starfsbraut vinna að gerð skúlptúrs á Ósbrekkkusandi. Hugmyndin er að raða saman steinum og afmarka þannig útlínur Íslands. Í miðpunkti landsins verði svo settur bekkur þar sem fólk í fjöruferð getur hvílt lúin bein. Efniviðinn vantar ekki á sandinum, þar er töluvert af rekavið og ógrynnin öll af grjóti.
Lesa meira
13.04.2012
Umsækjendur fæddir 1995 eða fyrr geta sótt um á www.menntagatt.is 4. apríl - 31. maí
Lesa meira
12.04.2012
Fjögurra manna hópur þyrluskíðamanna iðkaði listir sínar á Tröllaskaga í dag. Það þykir óviðjafnanlegt að fljúga í þyrlu upp á topp fjallanna og renna sér síðan niður. Bergmenn fyrirtæki Jökuls Bergmann hefur í nokkur ár boðið upp á slíkar ferðir á þessum árstíma. Tækifærin eru nánast ótæmandi á Tröllaskaga, brekkurnar skipta þúsundum og fallhæð er allt að 1500 metrar. Jökull var einmitt leiðsögumaður fjórmenninganna, Dorritar Moussaieff og félaga hennar, í dag. Gísli Kristinsson tók myndina af hópnum eftir að hann hafði komið við á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði síðdegis
Lesa meira
02.04.2012
Ida Marguerite Semey spænskukennari Menntaskólans á Tröllaskaga fékk styrk úr þróunarsjóði námsefnis hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa námsefni um stafrænt læsi. Ida kennir spænsku við Menntaskólann á Tröllaskaga og hefur skoðað læsi á breiðum grunni við kennslu sína.
Stafrænt læsi er líklega eitt mikilvægasta viðfangsefnið í skólum í dag því með því að lesa mismunandi miðla þurfa nemendur að þjálfa ólíka þætti því sem áður hefur tíðkast. Við erum stolt af því að kennari okkar er brautryðjandi á þessu sviði og hefur hlotið viðurkenningu á störfum sínum með þessum styrk.
Lesa meira
29.03.2012
Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru að útfæra hugmyndir sínar að aukinni afþreyingu á svæðinu. Samtals eru 25 í áfanganum og vinna þeir í 8 hópum að þessu verkefni. Hver hópur kynnti sína hugmynd og hugsanlega útfærslu hennar fyrir stóra hópnum í morgun. Á myndinni eru Salóme, Jóhanna, Sigurður, Hafey og Kolbrún sem eru að útfæra hugmynd að landsmóti í strandblaki á Siglufirði.
Lesa meira
27.03.2012
Hungur er þema vikunnar í ensku 2B. Nemendur velta fyrir sér hvernig stendur á því að nær einn milljarður manna býr við langvinnan matarskort og hvað hægt er að gera í því. Ein leið til að hjálpa er að þjálfa enskan orðaforða og málfræði á freerice.com vefsíðunni.
Lesa meira