Nú þegar skólinn er genginn í garð heldur frú Björg Traustadóttir áfram að berjast við tóbaksdjöfulinn innan veggja skólans. Björg er ræstirtæknir skólans, sér um bókasafnið og ýmiss skrifstofustörf. Tóbakstríð Bjargar hófst vegna þess að vaskanir voru óþrifalegir eftir að ýmsir tóbaksnotendur höfðu ekki þrifið vaskana eftir sig eftir að þeir höfðu losað úr vörinni í þá.
Nú þegar skólinn er genginn í garð heldur frú Björg Traustadóttir áfram að berjast við tóbaksdjöfulinn innan veggja
skólans. Björg er ræstirtæknir skólans, sér um bókasafnið og ýmiss skrifstofustörf. Tóbakstríð Bjargar hófst
vegna þess að vaskanir voru óþrifalegir eftir að ýmsir tóbaksnotendur höfðu ekki þrifið vaskana eftir sig eftir að þeir
höfðu losað úr vörinni í þá. Samkvæmt reglum skólans er öll tóbaksnoktun bönnuð og ítrekuð brot geta haft
alvarlegar afleiðingar - jafnvel brottvísun. Sumir hafa orðið fúlir þegar þeir hafa verið teknir en Björg segir að aldrei hafi komið til
átaka. Björgu hefur orðið mikið ágengt í baráttunni, vaskanir eru snyrtilegri og minna um tóbaksnotkun, sem auðvitað er
aðalmálið. En þó mun hún halda áfram að sitja fyrir galvöskum nemendum sem mæta með útroðna vör í
skólann.
Textahöfundur Kári Ólfjörð Ásgrímsson.