Á morgun verður hinn árlegi nýnemadagur haldin hátíðlegur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Allir nemendur mæta í tíma samkvæmt stundaskrá en klukkan 12:40 er verður haldið upp í íþróttahús og eru allir hvattir til að mæta og hafa gaman af.
Á morgun verður hinn árlegi nýnemadagur haldin hátíðlegur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Allir nemendur mæta í
tíma samkvæmt stundaskrá en klukkan 12:40 er verður haldið upp í íþróttahús og eru allir hvattir til að mæta og hafa gaman af.
Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg en meðal annars verður boðið upp á hinar ýmsu íþróttir í
íþróttahúsinu og einnig í sund þar sem hægt er að njóta sín í heitu pottunum. Ef nemendur og kennarar vilja vita eitthvað
meira verða þeir einfaldlega að mæta og taka þátt. Einnig verður boðið upp á veitingar, nemendum að kostnaðarlausu. Dagurinn er
kjörinn til að kynnast öðrum nemendum og mun örugglega koma mörgum á óvart og efla félagslíf skólans. Framundan er því
mjög spennandi föstudagur hjá nemendum og kennurum Menntaskólans á Tröllaskaga.
Textahöfundur Gísli Hvanndal Jakobsson