Laus eru tvö sæti í Ungmennaráði Fjallabyggðar. Óskað er eftir framboðum frá einstaklingum á aldrinum 16-25 ára sem stunda nám við Menntaskólann á Tröllaskaga. Skólinn á tvo fulltrúa í ráðinu. Nemendum er bent á að gerast vinir Nemendafélagsins á Facebook til að fylgjast því sem er að gerast.
Laus eru tvö sæti í Ungmennaráði Fjallabyggðar. Óskað er
eftir framboðum frá einstaklingum á aldrinum 16-25 ára sem stunda nám við Menntaskólann á Tröllaskaga. Skólinn á tvo
fulltrúa í ráðinu. Nemendum er bent á að gerast vinir Nemendafélagsins á Facebook til að fylgjast því sem er að gerast.
Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni tengd fólki á aldrinum 14 til 25 ára. Starfstími ráðsins er frá 20. september til 10.
júní, ár hvert. Fulltrúar nemenda skólans verði valdir í almennri kosningu miðvikudaginn 12. september. Kosnir verða tveir aðalmenn og tveir
varamenn. Framboðsfrestur er til mánudagsins 3. september. Ásdís Sigurðardóttir, umsjónarmaður félagslífs tekur á móti
framboðum.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:
1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
2. að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,
3. að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi
sveitarfélagsins,
4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðva sveitarfélagsins,
5. að efla tengsl nemenda framhaldsskóla í sveitarfélaginu og bæjaryfirvalda með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs
nemenda Menntaskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
6. að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og bæjaryfirvalda með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda
grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
7. að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.
Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar
gisli@fjallabyggd.is gsm: 863-4369
Samþykkt fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar:
http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/sam_ykkt_fyrir_ungmennar___fjallabygg_ar_sam_ykkt_08.06.11.pdf