Fréttir

Listljósmyndun úti og inni

Í miðannarvikunni komu gestakennarar til að kenna ljósmyndun. Þórhallur Jónsson eigandi Pedrómynda á Akureyri sem gefið hefur út bókina "Stafræn ljósmyndun á Canon EOS" fjallaði um stúdíóljósin úti og inni ásamt fleiru.
Lesa meira

Glæsileg hátíð

Árshátíð Menntaskólans á Tröllaskaga var sérlega glæslileg. Nemendur og starfsmenn mættu í sínu fínasta pússi í fagurlega skreyttan salinn í Tjarnarborg. Haft var á orði að salurinn hefði aldrei verið jafn glæsilegur.
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2012

Hér má finna áfanga í boði fyrir haustönn 2012. Nemendur eru hvattir til að íhuga val sitt vel og ráðgast við umsjónarkennara ef þeir þurfa aðstoð.
Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur

Spenna ríkir í skólanum því mikið stendur til. Fjöldi nemenda hefur alla vikuna undirbúið árshátíðina sem haldin verður í kvöld. Hátíðin fer fram í Tjarnarborg þar sem fram verður reiddur þriggja rétta kvöldverður. Skemmtiatriði verða fjölbreytt
Lesa meira

Vistfræði

Heimsókn í líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði var hluti vistfræðiáfanga í þemaviku. Vistfræðin fjallar um lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt. Í áfanganum kynntust nemendur framandi dýrum á borð við krókódíla en uppgötvuðu líka nýjar hliðar á lífi dýra sem eru nær okkur, meðal annars í sjónum við landið.
Lesa meira

Skíðaferð

Vegna veðurs færist skíðaferð til Dalvíkur, mæting í Menntaskólanum kl 9.45 þar sem sameinað verður í bíla. Ef einhvern vantar far frá Siglufirði hafið samband við Heiðdísi í síma 6909444
Lesa meira

Skíðafjör

Gönguskíðaferð í Héðinsfirði á þriðjudag var hluti af fjögurra daga kennslu í skíðaíþróttum í þemavikunni. Sprækur hópur gekk yfir ísilagt Héðinsfjarðarvatn og að útfallinu. Skoðaðir voru allir skálar og eyðibýli á leiðinni. Veður var hið blíðasta framanaf en á leiðinni til baka var vindur á móti og slyddurigning þannig að þátttakendur reyndu á sjálfum sér að ganga í misjöfnu veðri. Björn Þór Ólafsson og Óliver Hilmarsson sáu um skíðagöngukennsluna.
Lesa meira

Sköpun

Nemendur í áfanganum Sköpun völdu sér tvö ólík viðfangsefni og sköpuðu úr þeim nýtt líf/hlut. Hugarflugið var látið ráða ferð í samruna ólíkra hluta. Til dæmis runnu ólíkar dýrategundir saman í eina nýja eða ólíkir dauðlegir hlutir runnu saman og urðu að nýjum hlut, jafnvel runnu saman lifandi vera og dauðlegur hlutur.
Lesa meira

Öskudagur

Adolf Hitler og Osama bin Laden komu í heimsókn með föruneyti í morgun og sungu saman - um Gamla-Nóa. Þeir hlutu sælgæti að launum. Ekki fylgir sögunni hvort þeir félagar sýndu iðrun en í kaþólskum sið er öskudagurinn dagur iðrunar.
Lesa meira

Ljósleiðari í sundur - Moodle niðri

Verktakar sem eru að grafa fyrir nýrri álmu grunnskólans slitu ljósleiðarann í sundur og liggur Internetsamband til skólans niðri af þeim sökum. Þetta hefur ekki áhrif á vefinn þar sem hann er hýstur annarsstaðar en ekki er hægt að ná til Moodle fyrr en gert hefur verið við leiðarann. Viðgerðarmenn eru komnir á staðinn og eru að gera við. Vonum við að þetta lagist sem fyrst.
Lesa meira