Skíðafjör

Gönguskíðaferð í Héðinsfirði á þriðjudag var hluti af fjögurra daga kennslu í skíðaíþróttum í þemavikunni. Sprækur hópur gekk yfir ísilagt Héðinsfjarðarvatn og að útfallinu. Skoðaðir voru allir skálar og eyðibýli á leiðinni. Veður var hið blíðasta framanaf en á leiðinni til baka var vindur á móti og slyddurigning þannig að þátttakendur reyndu á sjálfum sér að ganga í misjöfnu veðri. Björn Þór Ólafsson og Óliver Hilmarsson sáu um skíðagöngukennsluna.

Gönguskíðaferð í Héðinsfirði á þriðjudag var hluti af fjögurra daga kennslu í skíðaíþróttum í þemavikunni. Sprækur hópur gekk yfir ísilagt Héðinsfjarðarvatn og að útfallinu. Skoðaðir voru allir skálar og eyðibýli á leiðinni. Veður var hið blíðasta framanaf en á leiðinni til baka var vindur á móti og slyddurigning þannig að þátttakendur reyndu á sjálfum sér að ganga í misjöfnu veðri. Björn Þór Ólafsson og Óliver Hilmarsson sáu um skíðagöngukennsluna. Í tvo af fjórum dögum skíðafjörsins æfa nemendur sig á svigskíðum eða snjóbrettum. Björgvin Hjörleifsson, skíðaþjálfari segir að komið hafi í ljós í Tindaöxl í morgun að kunnátta einstaklinga í hópnum sé mismikil. Björgvin Björgvinsson veitti tilsögn ásamt nafna sínum. Í ljós kom að sumir nemendur voru vanir svigskíðamenn en ekki í toppþjálfun, aðrir voru skemmra á veg komnir en allir fengu tilsögn við sitt hæfi. Myndir