Vistfræði

Heimsókn í líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði var hluti vistfræðiáfanga í þemaviku. Vistfræðin fjallar um lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt. Í áfanganum kynntust nemendur framandi dýrum á borð við krókódíla en uppgötvuðu líka nýjar hliðar á lífi dýra sem eru nær okkur, meðal annars í sjónum við landið.

Heimsókn í líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði var hluti vistfræðiáfanga í þemaviku. Vistfræðin fjallar um lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt. Í áfanganum kynntust nemendur framandi dýrum á borð við krókódíla en uppgötvuðu líka nýjar hliðar á lífi dýra sem eru nær okkur, meðal annars í sjónum við landið. Skel Atlantshafsrækjunnar er hráefnið í kítínframleiðslu Primex. Kítín er græðandi efni og meðal annars notað til að stöðva blæðingar og græða sár. Efnið er einnig notað sem bindiefni í megrunarlyf og til að gefa hári gljáa. Mesta athygli nemenda vakti efni sem fyrirtækið framleiðir og notað er til að græða sár dýra og í framtíðinni væntanlega einnig manna. Köttur sem fór mjög illa í bílslysi náði bata eftir meðhöndlun með þessu efni og er eftir það kallaður Primex-kötturinn. Myndir