13.10.2011
Björn Þór Ólafsson, skíðamaður og göngugarpur hefur lýst helstu gönguleiðum í nágrenni
Ólafsfjarðar og lýsingarnar eru á heimsíðu Fjallabyggðar. Hann telur að nýta megi fjöll, dali og ekki síst Ólafsfjarðarvatn
í mun meira mæli en gert er til skipulagðrar afþreyingar fyrir ferðamenn.
Óliver Hilmarsson sagði einnig frá sínu áhugamáli í Tröllaskagaáfanga en hann telur aðstæður
í Ólafsfirði einkar ákjósanlegar til að renna sér á öldum hafsins á brimbretti. Myndir
Lesa meira
11.10.2011
Búið er að birta efni þemadaganna sem liggur frammi í afgreiðslu en einnig er tengill hér:
Þemadagar, lýsingar
Eins og áður hefur komið fram er skyldumæting hjá öllum þessa viku. Þeim sem ekki ná að velja sér smiðju verður
raðað í hópa eftir því hvar er laust.
Athugið: Takmarkaður fjöldi er í suma hópanna.
Lesa meira
07.10.2011
Skrautlegir búningar, fjörugir leikir og pitzzuveisla settu svip á nýnemadaginn. Á myndinni er Linda formaður
nemendafélagins með nýnemunum Helgu, Jóhönnu og Guðnýju.
Lesa meira
06.10.2011
Þessi ljósmynd Gísla Kristinssonar, starfsmanns skólans er mynd dagsins (07.10.11) á heimasíðu bandaríska
fyrirtækisins The Imaging Resource. Eftir mánaðamótin verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina sem birt verður í október. Sjá hér
Lesa meira
06.10.2011
Haukur Snorrason er frumkvöðull á sviði afþreyingar. Hann miðlaði nemendum í Tröllaskagaáfanga af reynslu sinni
í vikunni. Fyrirtæki Hauks Artex býður upp á svokallaða LaserTag leiki, sem bæði er hægt að stunda úti og inni. Leikur með
litboltaboga fer hins vegar aðeins fram á sérstöku útisvæði. Myndir
Lesa meira
03.10.2011
Friðjón Árni Sigurvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar í Dalvíkurbyggð greindi nemendum í
Tröllaskagaáfanga frá sjálfboðaliðastarfi að björgunarmálum og sýndi búnað sinn. Um tvö þúsund félagar eru
á útkallslista sveitanna í landinu. Þetta fólk er til taks til leitar eða aðstoðar hvort sem krakki týnist, maður fellur í
jökulsprungu eða áhöfn skips lendir í sjávarháska.
Lesa meira
23.09.2011
Verklegur tími í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum. Nemendur kynntu sér lifnaðarhætti
gæsarinnar og komust að því að hún malar fæðuna í fóarninu og til að það takist þarf hún að éta
sand.
Á mörgum heimilum heyrir til hefðbundinna starfa að gera mat úr bráð og tóku nemendur þátt í að
undirbúa það að gera krásir úr bringum gæsanna. Myndir
Lesa meira
30.09.2011
Þann 30. september verður haustþing framhaldsskóla á Norðurlandi haldið í Menntaskólanum á Akureyri. Öll kennsla fellur niður
þann dag. Þetta er eina leyfið sem nemendur fá á haustönn.
Lesa meira
22.09.2011
Bræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi frá Bakka í Svarfaðardal eignast brátt samastað í gömlum
fjárhúsum og hlöðu sunnan Dalvíkur. Aðalheiður Símonardóttir hefur í þrjú ár undirbúið sögusetur
Bakkabræðra og greindi nemendum í Tröllaskagaáfanga frá þeirri reynslu.
Lesa meira
20.09.2011
Nemendur í Inngangi að listum notuðu blíðuna á þriðjudag og tóku ljósmyndir úti. Þeir
æfðu sig að nota nýjan búnað og beindu auga vélanna meðal annars að runnum og rauðklæddu fólki. Þemað var RAUTT. Myndir
Lesa meira